Ég verð aðeins að tjá mig um þetta. Í gamla daga þegar ég var brjálaður í simpsons þá voru þeir á rúv í opinni dagskrá, þá þurfti maður ekki að borga fyrir þá (ja, þurfti að borga, það var/er ekkert val um það) en ég gleymi aldrei þeim sorgardegi þegar þeir voru fluttir á stöð 2. Því að við vorum ekki með stöð 2. Ég suðaði og suðaði í mömmu að kaupa áskrift en hún sagði "Nei 3gill minn, það er of dýrt ég er pabbi þinn er alltaf á sjó og ég horfi bara á stöð 1. Eftir það hef ég lítið getað horft á simpsons. Mér finnst að rúv eigi að drullast til að fá þá aftur!!!Eða enn betra setja þá á skjá 1!!! Það er snilldarhugmynd! Ókeypis! Jafnvel á stöðum eins og vestmannaeyjum! Stöð 2 er fyrir ríkt fólk (sorry ef ég er að móðga eitthvern) og mín fjölsylda er ekki það rík, við verðum bara að láta okkur nægja ská 1 og rúv. Mér finnst að það eigi að hýða Jón Ólafsson á Ingólfstorgi með leðursvipu fyrir að svipta landanum af Simpsons.

Norðurljós eru Rót Alls Ills!
3gill XInd.