Man nokkur hérna eftir Draumasteininum eða Sóma kaftein sem var einu sinni í barnaefninu hjá RÚV? Það var fyrir meira en 10 árum og við eigum fullt af þáttum sem við tókum upp. Ef ég verð veik fæ ég nostalgíu-kast og fer að horfa á þessa gömlu þætti. Þessir þættir höfðu báðir eitthvað með drauma og svefn að gera, í Sóma kaftein var Sómi, Flasi og… einhver kelling sem ég man ekki hvað hét… einhvers konar drauma-verðir. Það voru kindur þarna líka! Ég held að þær hafi unnið í Draumstöðinni. Og Mörurnar, einhver fyrirbæri sem breyttu draumum í martraðir.

Svo í Draumasteininum var fullt af Núpum og Hvöðum og eitt stykki Draumasmiður. Þar var hann einfaldlega með Draumastein sem Zordrak reyndi alltaf að stela með hjálp Dólganna og Háks, brjálaða vísindamannsins.

Kannast einhver við þetta? Þið verðið að afsaka, ég er með hita og er ekki heima til að geta farið í nostalgíu-kastið mitt, vildi bara komast að því hvort einhver annar hefði séð þetta.