Núna fyrir skemmstu kynnti vinur minn mér fyrir Framily Guy, sem er kanski ekki frásögu færandi nema fyrir það að allflestir sem ég þekki, og hafa horft eithvað að viti á þessa þætti, finnst smákrakkinn Stewie það fyndnasta í þáttunum, sem ég er svo hjartanlega ósammála. Finnst þessi persóna bara hreint og beint leiðinlega, og ef ekki kæmi fyrir röddina í Chris (Seth Green) findist mér Stewie vera að draga þættina niður.

Svo ég spyr, hver er á sama máli og flestir og finnst Stewie Griffin vera endalaust fyndinn og afhverju? Hvað í ósköpunum finnst ykkur svona fyndið við hann?
Börn eiga að sjást en ekki heyrast.