Ósköp er það gott að hafa svona margar sjónvarpsstöðvar, og nokkrar teiknimyndastöðvar, svo maður getur snarlega skipt um stöð þegar tóm steypugufa kemur í teiknimyndum nú til dags. Ég veit að það er ekki allt með felldu þegar aðalpersónan snýtir úr sér þrjú tonn af marmelaði, étur besta vin sinn og rasskinnarnar springa síðan í loft upp.
Núna get ég farið að meika moníng með því að koma með svona hugmyndir í teiknimyndir, þetta vilja klárlega börnin og við eldri sjá.
Dokið samt við! Allt er gott í hófi, sumar teiknimyndir geta leyft sér þetta en nú er mér farið að finnast of mikið að því góða. Er það bara ég eða er ég að sjá of mikið að teiknimyndum með gersamlega stefnulausan söguþráð og fylltar upp tómu klúðri. “Cow and Chicken” og “I'm weasel” eru vinsælustu dæmin en þau virka þannig frá byrjun til enda. En margar góðar teiknimyndir hafa sín atriði í þessum stíl sem óneitanlega drepur kúlið og hjartað í þeim.

Hvað finnst þér?