Ég er búin að reyna að muna eftir nafni á barnatíma sem var á rúv hér fyrir langa löngu. Ég er búin að spurja svo marga sem ekkert muna en ég man svo vel eftir þessu og aðal ástæðan var örugglega sú að mér leið alltaf illa þegar ég horfði á hann og enn í dag þegar ég hugsa um hann.

Allt var gert úr leir eða einhverju svoleiðis efni og sagan gerðist á bóndabæ. Bara þessum eina bæ. Á honum bjuggu mamma, pabbi og svo strákur og stelpa. Úti í garði var svo bleik belja milli tveggja tráa og borðaði epli ef ég man rétt. Ég man ekki hvað þessi belja færði bænum en það var ekki mjólk allavega. En það var eitthvað sem skipti miklu máli.

Í turni ekki svo langt frá bjuggu tvö skrímsli eða allavega mjög ljótar verur, græn og fjólublá. Skrímslin vildu ná þvi sem beljan skaffaði og þær gerðu það þannig að fylgjast með bænum í kíki í turninum þeirra. Þegar engin var sjáanlegur fóru þeir með galdraþulu og snéru sér í hring og þá birtust þeir hjá beljunni.

Er einhver sem man eftir þessu eða er ég bara gengin af göflunum?:)