Það eru nokkrar teiknimyndir sem maður var vanur að horfa á sem nfólk virðist ekki muna eftir og mig langar að athuga hvurt þið munið eftir þeim.
Stáli (RoboCop), munið þið ekki eftir þessum þáttum. Mér fannst þeir svo skemmtilegir. “Þú-átt-rétt-á-að-þeyja”
Og annar þáttur: Munið þið eftir brúðu þætti sem gerðist í frumskógi. Aðalpersónan var með blátt hár. Aðrar persónur voru: Gömul kona með mosa í stað hárs, geðveikt loðinn leiðinlegur kall sem þóttist vera fótbrotinn í einum þættinum og tvíhöfða skrímsli einu (einn hausinn grænn og hinn fjólublár minnir mig). Ég man ekki nafnið á þessum þætti en ef þið vitið það segið mér þá.

Og annað: Ég var að horfa á Loony Toons þátt þar sem fló lyfti hundi og gekk með hann burt. Köttur sem sat í körfu rétt hjá stóð upp, leit í myndavélina, sagði: Nú hef ég séð allt, dró upp byssu og skaut sig í hausinn. Hvurslags er þetta? Þátturinn var kanski frá “the 1940s” en samt eru þetta skrítin skilaboð verð ég að segja.

Takk fyrir það.