Múmínálfarnir

Ég sá hérna 2 greinar um múmínálfana.
Ég fór að hugsa um gömlu góðu dagana þegar maður
vaknaði upp á Sunnudegi til að horfa á þá!

Ég var alltaf svo hrædd við hattífattana (er ekki viss hvernig það er skrifað). En samt var uppáhalds þátturinn minn þegar þeir festust á eiðieyju og hattífattarnir voru þarna og múmín snáðinn,
snork stelpan og Mía litla þurftu að klifra upp staur til að losna við þá.

Ég á eina Múmínálfa spólu. Það er þegar loftsteinninn er að fara að kless á jörðina og þau fela sig í einum litlum helli.
Ég og vinir mínir horfðum á þetta um daginn og við skelli hlóum.
Þetta var svo fyndið og gaman að horfa á þetta. Þegar ég horfði á þetta komu upp allar þessar minningar þegar maður var lítill
og sat í sófanum og var hlæjandi og allt var gaman.

Ég hvet alla að fara að horfa á múmín álfana ef þeir eiga ekki spólu, fara þá að leigja eina mynd, helst þegar allir eru komnir saman og eru vel í því… Þá er það helmingi fyndnari!!!

Jæja allir að fara í næstu vidoe leigu og leiga múmínálfana…
… Þeir eru SNILD.

Þetta eru BESTU barna þættir EVER :)