Hér á eftir langar mig til að fjalla svolítið um teiknimyndaþættina um Invader Zim.
Þessir þættir fjalla um geimveruna Zim sem er falið það verkefni af yfirboðurum sínum að fara til jarðar og eyða mannkyninu… (Reyndar átti hann ekki að fá neitt verkefni upphaflega vegna þess að hann er ekkert sérlega vinsæll á heimaplánetunni sinni.) Honum til aðstoðar er vélmenni (einkar vitgrannt) sem er rosalega krúttlegt.
Þegar að Zim kemur til jarðarinnar þá dulbýr hann sig sem jarðarbúa og vélmennið sem hund. Svo býr hann til hús og fer að ganga í skóla… en þar er einn bekkjarfélagi hans sem sér í gegnum hann og reynir að gera allt til að hin illa áætlun Zims mistakist…

Þetta eru svona fullorðinsteiknimyndir með grófum og súrrealískum húmor og er hundurinn/vélmennið uppáhalds persónan mín.
Zim er vondi gaurinn en maður heldur samt eiginlega alltaf með honum (veit ekki alveg afhverju) þetta er svo mikið kjaftæði að maður liggur oft í hláturskrampa yfir þessu.
Teiknistíllinn er einfaldur og eiginlega bara ljótur en það er alltílagi vegna þess að þetta er ljót saga.
Ég mæli stórlega með þessum þáttum fyrir alla sem fíla fullorðinsteiknimyndir. (S.s. South park, simpsons….)

Takk fyrir mig
Ibex