Þegar ég las grein hér fyrr um að Simpsons væri að hætta, án þess að nein rök væru færð fyrir því, fór ég að skoða Simpsons væru nokkuð að hætta, því ég las viðtal fyrir stuttu við 2 aðila sem tala fyrir persónurnar, og var þá sagt, að það væri ekkert ákveðið um hvort Simpsons væri á leiðinni að hætta, og auk þess ólíklegt. En ég rakst á þetta í FAQ á www.snpp.com:

What's this I keep hearing about The Simpsons being cancelled?

The Simpsons has been confirmed as going into a twelfth season. 20th Century Fox is eager to take Simpsons farther, however, and is negotiating three more seasons, though that does not confirm a thirteenth season. Unbelievable, isn't it?

Simpsons receives strong enough ratings, so in all likelihood if the series ends, it will not be due to Fox cancelling it. Stay tuned.

Fyrir þá sem skilja þetta ekki, þá er sagt að þeir munu gera 12. seríuna (verið er að sýna þá 10. eða 11. á Íslandi núna), þar að auki (sem er ekki minnst á þarna), var búið að semja við talsetjendurna til ársins 2005, þannig það þykir ólíklegt að Simpsons fari af skjánum á næstunni! Það er hitt besta mál.