Væri kannski sniðugt ef að Simpsons áhugamálinu yrði breytt í Teiknimynda áhugamál sem gæti innihaldið South Park, Simpsons, Family Guy og Futurama og eitthvað fleira eflaust.

Ég er nefnilega mikill aðdáandi allra þessara teiknimyndi og er frekar vonsvikinn yfir því að ekki sé farið að sýna Family Guy hér á landi og skora hér með á Skjá 1 að taka þá þætti til sýninga.

Einnig gæti verið sniðugt að taka þessar teiknimyndir og Star Trek og X-files og fleira og troða því sem sub-áhugamálum undir einn hatt sem gæti fengið nafnið sjónvarpsþættir eða eitthvað.