Sá þetta á mbl.is
——————
Brasilíumenn stefna Bart Simpson

Stjórnvöld í Brasilíu undirbúa nú málssókn á hendur framleiðanda sjónvarpsþáttanna um Simpson-fjölskylduna. Eru Brasilíumenn æfir vegna nýlegs þáttar í þáttaröðinni og segja hann hafa svert ímynd borgarinar Ríó de Janiero. … sjá meira á <a href="http://www.mbl.is/mm/frettir/show_framed_news?cid=100&nid=794348“>mbl.is</a>
——————
Brasilía hefur víst lagt fram þó nokkurn pening í að koma ferðamannaiðnaðnum í Brasilíu á framfæri og telja það vont að komast í The Simpson, að vísu ekki sýnd besta hlið landsins í þættinum en ”so what". Ég væri gífurlega hreykinn ef einhver þáttur væri gerður um Ísland þótt við værum sýndir sem þessi týpíska eskimóaþjóð sem loðir við okkur og ísbirnir ætu þau öll. Að komast í svona þátt eins og Simpson getur ekki verið annað en gott fyrir landið sem lendir í því.

Annars væri gott að fá álit annarra á því hérna á huga hvort það væri ekki frábært fyrir þjóð að fá landið sitt í þáttinn. Slæm umfjöllun er betri en engin!

Halli25 in da hous.