Disney Trivia Ég var að skoða efni á tölvunni hjá mér og fann gamlan spurningarlista frá því að #Disney.is trivia rásin var á IRC.
Datt mér í hug að senda nokkrar spurningar hingað inn, og gera smá Trivia hérna.

- REGLUR! -
Reynið að forðast þess að nota netið. Veit að sumar spurningarnar snúast um ár og svona, reynið frekar að giska.
Ekki senda hérna (Gefa álit). Sendið heldur svörin í skilaboð til mín.
Reynið að gefa svörin á íslensku. Ég gef hálft stig fyrir ef svarað er á ensku nema annað sé tekið fram.

Þið fáið 2-3 vikur til að svara, eftir það kem ég og segi stöðu ásamt svörunum.
Þá byrjum við bara.


1. Hvað heitir aðalborgin í Aladdín ?
2. Í hvaða landi gerist myndin Fríða og Dýrið ?
3. Hver skrifaði ævintýrin um Bangsímon ?
4. Hver drap Skara (Lion King) ?
5. Hvaða dvergur í Mjallhvít og Dvergana sjö vantar skegg ?
6. Hvað heitir Þyrnirós í raun og veru ?
7. Hvað átti Guffi að heita áður en hann var skýrður Guffi ? (Enskt nafn)
8. Hvaða hlut stal Jasmín (Aladdín) á markaðinum ?
9. Hvað borðar Gaston (Fríða og Dýrið) Mörg egg á dag ?
10. Hvað ætlar Nala (Lion King) að gera þegar hún hittir Púmba fyrst ?
11. Hvað hefur Andinn verið lengi í lampanum áður en Aladdín sleppir honum út ?
12. Hvað var Pétur Pan að leita af í byrjun myndarinnar ?
13. Hvaða ár var Guffi fyrst sýndur ?
14. Hvað átti Mikki Mús að heita áður en hann varð skýrður Mikki Mús ? (Enskt nafn)
15. Hvert er slagorð Bósa Ljósárs ?
16. Hvað er fyrsta orðið sem Bambi lærir ?
17. Hvað heitir Prinsinn sem Aríel (Litla Hafmeyjan) varð ástfangin af ?
18. Hvenær á Mikki Mús afmæli ?
19. Hver talaði upprunalega fyrir Mikka Mús ?
20. Í hvaða mynd kom þessi setning “Hey Magn-ú-ús hvað er títt?” ?
21. Í hvaða teiknimynd var Andrés Önd fyrst settur í ? (Enskt nafn)
22. Hvað heitir þvottabjörninn í Pókahontas ?
23. Krókur Kapteinn (Pétur Pan) er með krók, en á hvaða hendi ?
24. Hvað hefur Gosi á hattinum sínum og hvernig er það á litinn ?
25. Hvaða ár var Mikki Mús fyrst sýndur ?
26. Hvernig er hatturinn á litinn sem Dúmbó hefur ?
27. Hver er pabbi Herkúlesar ?
28. Hvað hét Stitch áður en Lilo skýrði hann ?
29. Hver var fyrsta Disney myndin í lit ?
30. Hvenær fæddist Walt Disney ? (Vill fá dag, mánuð og ár)


Gangið ykkur vel. Og vonandi hafið þið gaman af þessu.

Kv. Bambi