Um daginn var 10 ára afmæli Simpson fjölskyldunnar og var af því tilefni rosaleg Simpsons helgi á Sky1. Þar var tekið viðtal við fólk sem sagðist vera Simpson fans og þeir meðal annars spurðir hvaða þáttur þeim þætti skemmtilegastur. Þvílík snilld og það kom fullt af þáttum sem maður var búin að gleyma. Mig langar að nefna einn. Það er þátturinn þar sem Bart fer til blinda kallsins (eða hann var með gláku) og reynir að vinna Santa´s little helper til baka. Í endanum á þættinum koma Wiggum og fleiri löggur og ráðast inn til kallsins. Þeir finna marijuana á kallinum og þátturinn endar á því að þeir reka Bart heim og svo byrjar Bob Marley lagið (Jammin) og fleiri löggur koma á vettvang og meira að segja stíga gellur út úr löggubílunum. Svo heyrast þeir bara syngja með laginu og eru greinilega að rúlla upp jónum. Hahahahaha algjör snilld:)))
Hvaða þáttur finnst ykkur standa uppúr?