Futurama - The Movies Það munu vera einhverjir spoilerar í þessu þannig að þeir sem hafa ekki séð allar myndirnar ætti að lesa þetta rólega.
Ég fer lítið í söguþráðinn, ég er aðalega að bera myndirnar saman og hvaða myndir skara framúr á ýmsum sviðum.

Að mínu mati var fyrsta myndin eina myndin sem hafði söguþráð sem hélst allan tímann. Hún fjallaði aðalega um tímaflakk og scammer geimverurnar(og Lars, sem komst samt inní söguna) á meðan 2. myndin fjallaði um skrímsli sem lagði undir sig jörðina, Yivo og league of robots, 3. myndin um Bender brjálaðan, dark matter, þegar reynt var að róa reiði Leela og ímyndunarheiminn og 4. myndin um ástarævintýri Bender, eco-feministana og Legion of Mad Fellows. Af þessum þremur myndun náði aðeins 3. og 4. að hafa samt gott samhengi, 3. náði því samt betra.

Að mínu mati eru fyndnustu myndirnar þær sem eru nefndar eftir Bender(Bender’s big score og Bender’s game) en mér fannst þær hafa góðan húmor svipaðan þáttunum. Fannst söngvarnir 2 í 1. myndinni vera mjög skemmtileg og öryggisvélmeninn í dark-matter námunni í 3. myndinni. Hinsvegar hafði 4. myndin fín moment en 2. hafði fullt af lélegum bröndurum(fannst til dæmis Shgle, hvernig sem það er skrifað, vera mjög slæmt)

Af einhverjum ástæðum höfðu allar myndirnar wtf/mindfuck moment sem eru eftirfarandi:

Bender’s Big Score: Tímaflakkið gat verið mjög ruglandi, sérstaklega fyrir mig því ég trúði ekki helminginn af því sem var sagt um tímaflakk. Hef samt séð verri útgáfu af tímaflakki, til dæmis The Butterfly Effect.

The Beast With A Billion Backs: Á meðan myndin byrjaði mjög vel fór hún að versna eftir því sem leið á hana. Þegar Yivo birtist fór þetta að enda í mindfuck, ég var mjög þakklátur þegar atriðin hjá Bender voru. Þetta var þar að auki versta hugmynd af himnaríki sem ég veit um. Eftir að Yivo fór frá heiminum fór þetta að vera betra þó það var bara í 5 mínútur. Skýringin hans Bender um ást var mjög góð.
Síðast en ekki síst var fáranlegt að láta Farnsworth og Wernstrom vinna saman.

Bender’s Game: Ímyndið ykkur að þið hafið aldrei séð myndina. Og ímyndið núna blanda af Futurama, Dungeons & Dragons, The Lord of the Rings og Star Wars episode V. Að mínu mati svipað mikið mindfuck og undirskriftin mín. Síðan var nú bara skandall að láta Igner vera son Farnsworth.

Into The Wild Green Yonder: Sá ekkert mindfuck við þessa mynd nema endirinn þar sem þau öll(Þar auki Kif og Scruffy sem ég var hæstánægður að fór með)fóru öll í svarthol sem mundi taka þau langt í burtu. Ekki beint mindfuck en lætur mann hugsa hvað gerðist. Þar að auki var hafði Frida Waterfall fáranlega rödd(minnir að karlmaður talaði fyrir hana)
Fyrir þá sem halda að þetta sé endirinn ætla bara að benda á þetta sem ég sá á Wikipedia
Since no new Futurama projects are in production nor have they been commissioned by Fox studios, and given the work required to produce the show, Into the Wild Green Yonder currently stands as the series finale. However, Groening has expressed a desire to continue the Futurama franchise in some form, including as a theatrical film. Groening later said in an interview with CNN that “we have a great relationship with Comedy Central and we would love to do more episodes for them, but I don't know…We're having discussions and there is some enthusiasm but I can't tell if it's just me.” Cohen has also stated that he remains hopeful, telling Wired magazine: “I will no longer rule out any possible means of coming back to life, whether through more DVDs, webisodes or episodes… I'm cautiously hopeful.”

According to both Groening and Cohen, DVD sales may affect the chances of Futurama being revived; in an interview at Anime SuperCon, Billy West claimed that sales of the other titles in the Futurama direct-to-DVD series have been high enough that Fox has been talking about a potential 6th season. If this happens this will be the second FOX series resurrected by DVD sales, the other being Family Guy, and it will be the second time Futurama is resurrected.

Kannski verður meira Futurama gott, kannski ekki. Eina sem ég get sat er að þetta eru með uppáhalds teiknimyndunum mínum(með South Park og Family Guy)


Auka persónur:
Fyrsta og síðasta myndin voru einu myndirnar sem höfðu ágætlega mikið af skemmtilegum aukapersónum sem hafa komið áður. Í fyrstu myndinni var ég sérstaklega ánægður að jólasveininn kom í henni, þó hann var um tíma frekar mikill pussy, síðan voru líka persónur eins og Barbados Slim, the Harlem Globetrotters og Kwanzaa-bot.

Síðari myndin hafði til dæmis Leo Wong og Zapp Brannigan(sem reyndar enduðu myndina á því að vera meiri hálfvitar en þeir voru áður), einn annar í Waterfall ættinni kom(Hutch og Frida, sem deyja bæði eins og hin), Scruffy(og hvað ég var ánægður með það), og the robot mafia(komu fram í öðrum myndum en voru ekki inn í söguþráðinum).

Mér finnst síðan allar aðalpersónurnar vera passlega í myndunum nema Zoidberg, hann var frekar lítið í þeim.

Bestu myndirnar IMO:

1: Bender’s game: Hafði góða sögu og mindfuck sem passaði vel
2: Into The Wild Green Yonder: Besta sagan en ekki eins fyndin og Bender’s game. Var mjög ánægður að Kif og Amy endurðu aftur saman og Fry og Leela(Ef það kemur meira efni og þau giftast þá mundi það vera í 3. sinn sem þau mundu ganga saman á altarið(Hin skiptin í þættinum Time Keeps On Slippin' og í Bender's Big Score)). Btw hvað varð um Qubert Farnsworth og Dwight Conrad?
3: Bender’s Big Score: Jafnvel þót hún sé næstversta er hún alls ekki slæm
4: The Beast With A Billion Backs: Slæm, en ég hef séð verri teiknimyndir í fullri lengd.

Futurama myndirnar eru góðar myndir og ætti allir Futurama aðdáðendur að minnsta kosti að horfa á eina.

Vona að þetta hafi verið gott og vel skrifað.

3 spurningar að lokum. Hver af myndunum fannst ykkur vera best/verst, fannst ykkur endirinn góður og vonið þið að það komi fleiri þættir með þeim?