Fínn þáttur Þátturinn byrjar þannig að simpsons fjölskyldan fer að fá sér að borða í einni búð. Í þessari búð er nefnilega svo mikið að smakka að fjölskyldan fer þangað á hverjum sunnudegi til að fá sér að borða. Síðan sér Homer allt í einu humar og honum langar svo í humar svo að hann spyr afgreiðslumanninn hvort hann geti fengið að smakka humarinn og þá segir afgreiðslumaðurinn að hann sé ekki til að smakka en hann geti keypt stóran á 20 dali en þann litla á 8 dali svo hann kaupir þann litla og fer með hann heim. Síðan fer hann að gefa humarnum að borða til að hann stækki og smám saman fer honum að líka mjög vel við humarinn. Hann fer að leika við hann og allskonar svoleiðis fáranlega hluti. Síðan kemur að því að Marge, Maggie, Lisa og Bart vilja éta humarinn. En Homer þykir svo vænt um hann að hann vill ekki steikjan og halda áfram að ala hann upp og fara með hann á ströndina og leika við hann. Honum þykir meira að segja meira vænt um humarinn en um börnin sín (þótt honum hafi eiginlega aldrei elskað börnin sín neitt voðalega mikið). En svo lætur Homer humarinn í bað og fer niður að tala við Marge. Síðan smá stund eftir það kemur Bart heim og spyr hvaða góða lykt þetta sé. Homer ríkur náturulega upp inn á bað og sér að humarinn er vel soðinn. Þannig að þar voru örlög humarsins ráðinn.

Þetta er alveg fínn þátuur sem að allir eiga að sjá ef þeir eru ekki búnir að því.
Ég gef honum ***/****
ERIKOS