Í byrjun næsta árs (aldar, árþúsunds) kemur út fyrsta serían af The Simpsons og þá verður nú kátt á hjalla. Ég held að vísu að settið verði bara gefið út í Bandaríkjunum til að byrja með þ.a. fólk hér á landi sem vill eignast þessa frábæru þætti verða að eiga spilara sem getur spilað “Region 1” diska. Ég held að vísu að það gildi um langflesta sem hafa keypt sér DVD spilara. Það verður alveg örugglega framhald á þessu og má búast við að það verði gefnar út 2-3 seríur á ári hverju.