Múmínálfarnir ^^ Þessi grein er ekki bara um þættina en þó aðallega um þá svo ég set þetta hér.


Múmínálfarnir eru stórfurðulegar verur sem Tove Jansen uppgötvaði. Múmínálfarnir eiga heima í Múmíndalnum ásamt mörgum öðrum stórfurðulegum verum.
Höfundurinn, Tove Jansen, var frá Finnlandi og fæddist árið 1914. Hún andaðist árið 2001. Hún elskaði sjóinn og er sjórinn stór hluti af bókum hennar! Hún skrifaði margar bækur um Múmínálfana, svosem:

Þýddar á Íslensku:
Halastjarnan
Pípuhattur galdrakarlsins
Vetrarundur í Múmíndal
Örlaganóttin
Eyjan hans Múmínpabba
Ósýnilega barnið

Bara á erlendum tungumálum:
The Little Trolls and the Great Flood
The Exploits of Moominpappa
The Book About Moomin, Mymble and Little My
Who Will Comfort Toffle?
Moominvalley in November

Og fleiri :O

Persónurnar

Múmínsnáðinn
Múmínsnáðinn er sonur Múmínmömmu og Múmínpabba. Hann er ljósblár með lítil augu, rófu og stórt nef (eins og allir Múmínálfar). Besti vinur hans heitir Snúður og besta vinkona hans er Snorkstelpan.

Múmínpabbi
Múmínpabbi er faðir Múmínsnáðans og eiginmaður Múmínmömmu. Hann er miðlungsblár og er oftast með pípuhatt og staf. Múmínpabbi elskar sjóinn og á bát sem heitir Ævintýrið. Hann byggði Múmínhúsið fyrir fjölskylduna sína!

Múmínmamma
Múmínmamma er mamma Múmínsnáðans og eiginkona Múmínpabba. Hún er gul og er oftast með rauða og hvíta svuntu og svart veski. Múmínmamma kynntist Múmínpabba eftir að hann bjargaði henni úr sjávarháska þegar Múmínpabbi var aðeins ungur maður.

Snorkstelpan
Snorkstelpan er besta vinkona Múmínsnáðans. Hún á bróður sem heitir Snorkurinn. Hún er Snorkur og getur þessvegna breytt um lit, en að öðru leiti er hún mjög lík Múmínálfunum. Snorkstelpan er með ennistopp og ökklahring sem hún elskar mjög mikið.

Mía litla
Mía litla er fósturbarn Múmínálfanna. Hún er mjög lítil með rautt hár og í rauðum fötum. Systir hennar heitir Mímla. Mía litla er mjög stríðin, sérstaklega við Snabba því að hann er svo mikil skræfa!

Snabbi
Snabbi er einn besti vinur Múmínsnáðans og er einskonar rotta. Snabbi er brúnn með langt nef og löng eyru. Hann er algjör skræfa. Snabbi á helli sem hann kallar Hellinn og er endalaust stoltur af sér fyrir að finna hann.

Snúður
Snúður er besti vinur Múmínsnáðans. Hann er mjög dularfullur og ferðast mikið. Hann fer suður á veturnar þegar Múmínálfarnir leggjast í dvala. Snúður er mjög líkur venjulegum manni og er oftast með grænan hatt í grænum stakk og grænum buxum. Snúður á mjög lítið: Pípu, munnhörpu, tjald og einhver veiðarfæri. Í þáttunum dælir hann einhverjum wisdom-orðum yfir Múmínsnáðann á meðan dularfull tónlist heyrist!

Aðrar persónur: Morrinn, Snorkurinn, Mímla, Hemúllinn, Hattífattarnir, Fillífjonka, Tikkatú, Pjakkur, Bísamrottan og fleiri :D

Dótakarlar

Þannig er það að þegar ég var lítill keypti mamma alltaf Múmín dótakarla handa mér í Kolaportinu. Ég á þessa karla: Múmínsnáðinn (3 stykki), Snorkstelpan (2), Múmínpabbi (2), Múmínmamma (3), Snúður (2), Hemúllinn (4), Snabbi (1), Mía litla (3), Hattífattar (1) og Pjakkur (1)! Happy joy ^^

Þættirnir

Og svo voru gerðir Japanskir þættir um Múmínálfana!
Hver man ekki eftir fílingnum að vakna klukkan hálf níu á Sunnudögum, setjast við sjónvarpið og horfa á dagskrána byrja, setja spólu í tækið og heyra hið undurfagra Múmínálfalag?

Hverjir ætla enn á ný
hjá ykkur vera og lofa því
að gleyma ekki gríninu
og ganga á hausnum og trýninu

Það eru álfar
Já Múmínálfar
Það eru álfar
Já Múmínálfar

Krakkir allir kætast þá
þann kostuglega hóp að sjá
Og enginn líkist öðrum hér
nei engum nema sjálfum sér

Það eru álfar
Já Múmínálfar
Það eru álfar
Já Múmínálfar

Bababababababababa
Bababababababababa
Bababababababababababa
Bababababababababa
Bababababababababa
Bababababababababababa

…og horfa svo á hina dularfullu Múmínálfaþætti og fá gæsahúð? Það man ég. Ég tók nánast alla þættina upp og horfi á þá alla á svona 2ja mánaða fresti ^^ Hluti af uppeldi barna! Sorglegt að RÚV hafi ekki byrjað að sýna þetta aftur því þá mundi ég reyna að taka upp þættina sem mig vantaði!

En allavega, Múmínálfaþættirnir eru bestu þættir í heimi að mínu mati. Tónlistin er dularfull og falleg og teikingarnar eru yndislegar. Íslenska talsetningin er einnig sú besta, ég get hlegið endalaust þegar ég heyri rödd Míu litlu eða Snabba. Uppáhalds þátturinn, eða réttara sagt þættirnir mínir eru um Þöngul og Þrasa, Galdrakarlinn og Morrann. Þá koma Þöngull og Þrasi, litlar verur, í Múmíndal með dularfulla ferðatösku. Morrinn, hræðileg vera, kemur á eftir þeim til að ná í töskuna en Múmínálfarnir hrekja hana burt (Morrinn er kona). Seinna kemur í ljós að í töskunni er konungsrúbíninn, rúbínn sem Galdrakarlinn hefur verið að leita að í 3000 ár. Hann kemur til að ná í hann og gefur öllum í Múmíndal eina ósk. Alveg yndislegur þáttur! XD

Þetta var greinin mín um Múmínálfana, ég vona að hún hafi komið einhverjum að notum eða eittvað. Hverjir vilja svo fá Múmínálfaþættina aftur í sjónvarpið???

And they lived happily ever after…