Ég er einn af þeim fjölmörgu sem fylgst hafa með simpsons í gegnum árin og man ég enn eftir því þegar þulan í sjónvarpinu birtist og sagði mér að Bill Cosby væri ekki á dagskrá í dag heldur nýr Amerískur teiknimynda flokkur um Simpson fjölskylduna. Mér varð snöggvast brugðið enda missti ég aldrei af Cosby og fjölskyldu en ákvað samt sem áður að kíkja á þennan þátt.
Í hreinskilni sagt þá held ég að ég hafi aldrei á ævi minni hlegið jafn mikið og innilega og eins og ég sá Simpson í fyrsta skiptið. Magavöðarnir ætluðu hreinlega að rifna úr mér af hlátri.
En síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar en engu að síðu hefur Simpson sífellt verið í fremstu röð og að mínu mati hafa þættirnir hreinlega skánað með árunum. Í fyrstu virtust þeir ætla að mestu leiti að snúast um Bart Simpson en á svo var skyndilega breiting þar á og Hómer fór smám saman að stela sviðsljósinu. Ég las það í Newsweek að Simpson var valin þáttur aldarinnar í BNA og Hómer sjónvarps stjarna aldarinnar. Ekki slæmt fyrir nokkurn þátt að njóta slíks heiðurs. Ég vona að þegar ég eignast börn að Simpson verði enþá til og að þau geti fengið að njóta þessa einstaka húmors sem hreinlega verður hvergi jafnaður í nokkrum einasta þætti. Að endingu langar mig bara að segja að mig hlakkar til þegar loksins verður hægt að fá þættina á DVD svo að maður geti átt Golden moment með Simpson heima í stofu.