Í lengri tíma hefur heilinn á bak við Simpsons þættina, Matt Groening, verið að reyna að gera Simpsons bíómynd í fullri lengd að veruleika. Ekki hefur tekist að gera handrit sem hefur þótt nógu gott, því allir þeir sem hafa unnið að því eru sammála um að Simpsons gangi mun betur sem styttri þættir og erfitt sé að halda uppi góðum Simpsons húmor í 90 mínútur. Nú hefur annarri hugmynd verið fleygt fram, en það er að gera Simpsons stuttmyndir sem yrðu sýndar á undan myndum frá Fox kvikmyndaverinu. Það sniðuga við þessa hugmynd er að það væri hægt að gera saklausar stuttmyndir á undan myndum sem ekki væru bannaðar, og grófari á undan myndum sem væru bannaðar. Ári síðar mætti síðan mjólka meiri pening með sölu á DVD disknum. Þetta er þó aðeins ein leið sem framleiðendurnir eru að íhuga, en sú besta hingað til.
Cowboys From Hell