Nýlega sendi Fox frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt var að fyrsti árgangurinn af The Simpsons væri að koma út á DVD. Hver árgangur verður gefinn út í einu lagi (á sama hátt og verið er að gefa X-Files út) og í fyrsta settinu verða þeir þrettán þættir sem voru í fyrsta árganginum. Síðan verða þrír til fjórir mánuðir milli útgáfu hvers setts.
Meðal aukaefnis í settinu verður einn “týndur” þáttur sem hefur aldrei verið sýndur áður, stuttu þættirnir úr Tracey Ullman Show, sjö klippur á erlendum málum (eins og er alltaf í X-Files pökkunum), Albert Brooks outtakes, BBC þáttur um The Simpsons, frétt frá ABC um Bart Simpson bolaskandal, handrit af öllum þáttunum, “audio commentary” fyrir hvern þátt og fullt af myndum af hinu og þessu tengt þáttunum.
Settið verður á þremur diskum og mun kosta $39.95 en ég hef séð það á allt niður í $27.77 í sumum verslunum (t.d. www.dv-depot.com).
Útgáfudagurinn er 25.9.2001.