American dad er ný þáttaröð eftir Seth MacFarlane, höfund Family Guy.
Stan er mjög paranoid maður sem að lifir nokkurnveginn hinu “týpíska” ameríska lífi. Hann er giftur konu sem heytir Francine, á dóttur og son sem heyta Hailey og Steve, geimveru sem býr upp á lofti að nafni Roger og síðast en ekki síst gullfisk sem að er með heila úr þýskum skíðamanni og er rosalega hrifin af Francine og notar hvert tækifæri til að reyna við hana.
Stan vinnur hjá FBI við að vernda Ameríku gegn erlendum ógnum, Francine er heimavinnandi húsmóðir, Hailey er hippi í háskóla, Steve er nördi í miðskóla og Roger er ruslfæðisfíkill sem að fær ekki að fara út úr húsi.
Stan reynir í sífellu að vernda fjölskylduna sína fyrir stórhættulegum og langoftast ímynduðum óvinum.
Hailey hengur með kærastanaum sínum, Jeff og reynir að standa sig vel í skólanum, Francine er hin týpísa heimavinnandi húsmóðir, Steve reynir í sífellu að eiga sjens í einhverjar gellur í skólanum og Roger reynir eins og hann getur að fá að fara út úr húsinu eða að fá að borða ruslfæði og er tilbúin að beita öllum brögðum.
Þetta var um það bil það sem þættirnir eru um í hnotskurn.
Ég held að sömu manneskjur tali fyrir karakterana í American Dad og í Family guy en ég er ekki alveg viss.
Allavegana finnst mér þessir þættir geðveikt fyndnir og mun betri en Family guy. En kannski var Family Guy bara orðið daldið þreytt.