Eins og flestir vita þá hafa Disney og Pixar gert frábærar teiknimyndir saman og má þá nefna myndir eins og Toy story/Leikfangasaga (1995), A bug's life/Pöddulíf (1998),
Toy story 2/Leikfangasaga 2 (1999), Monsters, Inc./Skrímsli hf (2001), Finding Nemo/Leitin að Nemó (2003) og The incredibles/Hinir ótrúlegu (2004). Síðan er í framleiðslu myndin Cars (2006)
sem er því miður síðasta myndin sem Disney og Pixar gera saman því nú ætla Pixar að verða sjálfstæðir og framleiða þeirra eigin teiknimyndir, sem verða vonandi jafn góðar og þær sem þeir hafa gert með Disney.


Smá lýsing á myndunum:

Toy story/Leikfangasaga:
Fjallar um leikfangakúrekann Vidda sem er einnig uppáhaldið hans Adda, eigandi leikfanganna.
Þegar Addi á afmæli, þá eignast hann annað leikfang að nafni Bósi sem er geimlögga.
Þá byrjar Addi að leika sér með hann og gleymir Vidda svona hægt og rólega. Viddi verður þá öfundsjúkur og hendir Bósa út um gluggann.
Myndin fjallar um það að Viddi reynir að bjarga Bósa og lenda þeir í mörgum og skemmtilegum ævintýrum.
Myndin fær 8/10 !

A bug's life/Pöddulíf:
Fjallar um mjög sérstakan maur að nafni Flikk. Maurarnir eru í vandræðum með engisprettur sem koma ávallt í heimsókn til þeirra og taka matinn þeirra. Flikk er svo sendur út í leit að skordýrum sem eru tilbúin til að slást við engispretturnar.
En hann Flikk lendir í svei mér veseni þegar hann fattar að herskordýrin sem hann kom með, voru einungis fjölleikahúspöddur.
Svo þessi slagur gegn engisprettunum verður spennandi, fjörugur og ekki síst skemmtilegur.
Myndin fær 7/10.

Toy story 2/Leikfangasaga 2:
Fjallar um að Viddi (lesa ofar) reynir að bjarga Hvísla (leikfangi) frá garðsölu. Kemur þá maður og rænir Vidda. Fattar þá Viddi að hann var voða vinsælt leikfang og forveri margra annarra.
En myndin fjallar þannig séð bara um að Bósi og félagar reyna að bjarga Vidda frá þessum manni og lenda þeir í skemmtilegum ævintýrum.
Myndin fær 7.5/10.

Monsters, Inc./Skrímsli hf:
Er um skrímslin Sölla og Magga sem búa í skrímslaborg og fá þau rafmagn af hræðsluöskri frá litlum krökkum. Eitt skiptið þegar skrímsli eitt að nafni Ragnar reynir að svindla í lítilli keppni, sleppur barn í skrímslaborg.
Allt verður brjálað og fjallar myndin um að Sölli og Maggi reyna að koma krakkanum aftur til sinna heima.
Myndin fær 9/10.

Finding Nemo/Leitin að Nemó:
Fjallar um okkar skemmtilega vin, trúðfiskinn (clownfish) Nemó, sem var á fyrsta degi í skóla.
En svo skemmtilega vildi til að það var skólaferðalag og átti skoða hafið og auðvitað fer Nemó með. Þar sjá þeir þennan skemmtilega “Bút” sem er í raun og veru bátur. Verður hann Nemó þá klófestur af mannfólki og verður hann settur í fiskabúr hjá tannlækni.
Reynir þá faðir hans að bjarga honum og þarf hann að kljást við margar hindranir til að geta það.
Og lendir hann í öllu þessu fjöri með fiski að nafni Dóra sem þjáist af skammtímaminni og gerir það myndina verulega skemmtilega. Að mínu mati, bjargar Dóri næstum allri myndinni.
Myndin fær 9.5/10.

The incredibles/Hinir ótrúlegu:
Þessi frábæra mynd fjallar um ofurhetjur sem björguðu heiminum frá vonda fólkinu, en dag einn máttu þau ekki nota krafta sína og urðu að lifa eins og venjulegt fólk. 15 árum síðar kemur versti kallinn af öllum vondu köllunum og þarf þá herra Ótrúlegur og fjölskylda hans að bjarga heiminum frá honum. Þessi frábæra mynd er full af frábærum
húmor og miklum hasar.
Myndin fær 10/10.

Eins og þið sjáið hér að ofan, fá allar þessar myndir góðar einkunnir, enda allar snilldar myndir. Er sjálfur mikill Disney aðdáandi (og þá auðvitað líka Pixar) svo ekki er það furða að allar myndirnar fái háa einkunn.

En Pixar hafa ekki aðeins hjálpað Disney við gerð myndar, þeir hafa einnig gert nokkrar stuttmyndir sem er alveg “must” að skoða, og mæli ég helvíti mikið með því að þið skoðið þær, ef þið hafið ekki gert það nú þegar.

Hér eru nöfn af þeim stuttmyndum sem ég veit um sem þeir hafa gert af viti:

For the birds
Geri's game
Boundin'
Tin Toy
Mike's new car
Knick knack
RED's dream
Andre & Wally B
Og ein í viðbót sem ég held sé nafnlaus bara.

En já, ég veit lítið hvernig skal segja betur frá Pixar nema þeir eru æðislegir í graffík og öllu sem tengist teikningum enda hafa þeir unnið mörg verðlaun, og eiga þeir þau svo sannalega skilið!
Vona bara að Pixar muni standa sig vel eftir að þeir slíta samstarfinu við Disney og hlakka til að sjá verkin þeirra þegar að því kemur!

E.S.
Bendi á síðuna þeirra svona í kaupbæti: http://www.pixar.com.