“Let's sing the Doom song!”

Alltaf get ég munað eftir þessum þáttum eftir orðinu doom…þetta skelfilega orð er orðið fyndið í augum allra sem horft hafa á þessa frábæru teiknimyndaþætti.

Invader Zim eru þættir sem ég veit ekki um að séu sýndir í íslensku sjónvarpi. Þessir þættir samanstanda af tveimur aðalpersónum, Zim, auðvitað og litla aðstoðarvélmenninu hans, Gir. Zim er geimvera sem kemur til að eyða Jörðinni en virðist alltaf geta klúðrað því…
Allskonar aðrar persónur koma fram sem og versti óvinur Zims, Dib, og systir hans. Dib er nörd sem vill sanna að geimverur séu til…en þessi teiknimyndaþáttur gerir grín að Ameríkönum líka svo að jafnvel þótt augljóst er að Zim SÉ geimvera þá virðist enginn annar sjá það…jafnvel þótt “huliðsgeimskipið” sé stór fljúgandi hvalur yfir húsinu hans…

Þessir þættir eru alveg ólýsanlega fyndnir með alveg einstaklega steiktum húmor og kaldhæðni. Gir stendur sérstaklega upp úr með sinni skemmtilegu vitleysu.

Ég ætla nú ekki að segja neitt meira um þessa þætti nema það að þetta eru MUST þættir handa öllum teiknimyndaunnendum með húmor. Invader Zim, lítil geimvera með stórar hugsanir um það að…EYÐA HEIMINUM!!

It is an evil cartoon of DOOOOM!

Invader Zim, the doombringer…

Takk fyrir,
Indiya