Simpsons í 15 sinn ! ! ! Leikararnir sem ljá persónunum í Simpsons raddir sínar hafa nú fengið 43% launahækkun og eru því með um 2 milljónir dala í árstekjur. Útlit er fyrir að þættirnir muni hefja fimmtánda tímabilið innan skamms og eru þeir fyrir löngu búnir að slá öll met hvað vinsældir teiknimynda varðar.

Þar á undan voru það The Flintstones sem naut þess heiðurs.

Árið 1998 var útlit fyrir að leikararnir myndu fara í verkfall vegna lágra launa og var framleiðslan þá í uppnámi um skeið. Fox-sjónvarpstöðin virðist því loksins vera búin að sjá út gildi þessarar gullnámu sem þættirnir hafa hingað til verið