The Simpsons - Treehouse of Horror XIV Reaper Madness:
Þátturinn byrjar á því að Grim Reaper (dauðinn) kemur heim til fjölskyldurinnar og ætlar að sækja Bart, Bart flýr og eltingaleikurinn endar á því að Homer drepur Grim Reaper síðan fer Homer í fötin hans og verður dauðinn sjálfur. Homer þarf bara að snerta fólk til þess að drepa það. Síðan byrjar hann að misnota starfið í allskyns hluti eins og til að fá betri sæti á hafnaboltaleik. Einn daginn vaknar Homer og kíkir á listann yfir hvern hann á að drepa og þar stendur Marge Simpson.
Ég ætla ekki að skrifa endinn því það er víst bannað.


Frinkenstein:
Þáttturinn fjallar um að Professor Frink er að reyna að lífga pabba sinn við sem var drepinn af hákarli. Þegar hann náði að lífga við hann er Pabbi Frink ekki sáttur við öll þessi vélrænu líffæri í sér þannig hann fer um Springfield og byrjar að drepa íbúana og tekur út úr þeim líffærin og notar þau sjálfur. Síðan komst hann að því að hann væri að missa af verðlaunaafhendingunni þar sem sonur hans á að fá nóbelsverðlaunin.


Stop the world, I want to goof off:
Þátturinn byjar á því að Marge kemur með gömul teiknimyndablöð, Bart og Milhouse hafa áhuga og byrja að lesa. Síðan rekst Bart á auglýsingu í einu blaðinu þar sem hægt var að kaupa úr til að stoppa tímann. Þeir panta sér eitt og nokkrum dögum síðar kemur úrið og það virkar vel. Þeir byrja að misnota það svolítið og síðan kemst upp um þá og allur bærinn eltir þá, þá stoppa þeir tímann og missa úrið á sama tíma í jörðina og það brotnar.