Hæ.

Mig langar að segja ykkur aðeins frá breskum þáttum sem gerðir voru í kringum 1974. Þessir þættir eru algjör snilld, en aðeins urðu þeir 13 talsins. Oliver nokkur Postgate stendur á bakvið köttinn en ég held (held!) að hann hafi einnig gert smábarnaþættina ‘A magic Roundabout’ sem sýndir voru (allavega fyrir nokkrum árum) á Cartoon Network.
Allavega, þættirnir byrja allir á smá kynningu sem segja okkur það að lítil stúlka sem heitir Emily eigi litla “búð” sem er ekki eins og venjulegar búðir. Búð þessi selur nefnilega ekki neitt, heldur safnar Emily hlutum sem aðrir hafa týnt úti (yfirleitt eru þeir skemmdir og ekki gott að sjá hvernig hlutur þetta er) og fer með þá í þessa svokallaða búð þar sem hún hittir köttinn sinn, sem er þá alltaf sofandi. Hún vekur hann með þessari þulu:

Bagpuss, dear Bagpuss,
Old fat furry cat-puss,
Wake up, be bright, be golden and light,
Bagpuss, oh hear what I sing

Og þegar Bagpuss vaknar, þá vakna líka vinir hans sem eru brúður. Þær eru skemmtilegir karakterar, vinkona hans hún Madeleine, Professor Yaffle, sem er spæta og gegnir því starfi að vera bókastaða, kartan Gabriel sem spilar á Banjó og síðan mýsnar sem spila á músaorgelið, eða ‘The Marvellous Mechanical Mouse Organ’.

Í sameiningu skoða Bagpuss og félagar hans hlutinn sem Emily kom með og reyna að laga hann. Það getur verið erfitt fyrir þau í fyrstu og spætunni Yaffle finnst uppástungur hinna algjört rugl, en þau gefast ekki upp og mýsnar eru alltaf til í að líma og sauma saman þessa hluti til að gera þá að einhverju sem við getum kannast við.
Þetta er allt mjög skemmtilegt því á meðan þau eru að finna út úr þessu fáum við að sjá teiknimyndir sem tengjast hlutnum eða heyra lög sem tengjast honum einnig.
Eftir að þau hafa lagað hlutinn og sagt krökkunum frá honum (þetta er nefnilega með smá fræðslu ívafi) þá koma þau hlutnum fyrir í glugganum í búð Emily og þá getur sá sem hefur týnt hlutnum komið og fengið hann aftur í heilu lagi. Þá er þættinum lokið og næsti þáttur er þá alveg eins nema hvað Emily hefur fundið einhvern nýjan spennandi hlut.

Til er video spóla með öllum 13 þáttunum sem ég fann í HMV í London en það er örugglega hægt að fá hana á Amazon eða Ebay. Allavega finnst mér að allir ættu að fjárfesta í spólunni. Þetta eru klassískir þættir og ég hef heyrt að BBC sýni þá reglulega.
Reyndar fannst mér þetta svo frábært að ég pantaði mér einnig geisladiskinn sem inniheldur öll lög þáttanna, en hann fann ég á Amazon að mig minnir.

He was just a saggy old cloth cat…but Emily loved him. :I

Varð að deila þessu með ykkur…gaman væri að fá að vita ef einhver þekkir þessa þætti og hvað þeim finnst um þá.