The Oblongs (2001-2002) // Formáli

Punchline'ið var nóg til að vekja áhuga minn á þessum þáttum, “Wake up screaming from the american dream.” Enjoy..

// Persónurnar

Þættirnir fjalla um hina afar “sérstöku” Oblong fjölskyldu sem býr í bænum Hill Walley í Bandaríkjunum. Mengun og geislun eru í hámarki í bænum sem veldur því að flestir íbúarnir eru annað hvort afmyndaðir líkamlega eða eiga við geð vandamál að stríða. Sem sést vel á fjölskyldunni ;)

Á fjölskyldufaðirinn, Bob Oblong (Will Ferrell - Saturday Night Live, Elf, Zoolander) vantar bæði hendur og fætur. Bob virðist samt sem áður klipptur útúr sjötta áratugnum, reykir pípu og rólegasti maður í alla staði. Eiginkona hans, Pickles (Jean Smart - Sweet Home Alabama, Bringing Down the House) er aftur á móti ekki það sem þú myndir kalla “fyrirmyndar móðir”. Reykir og Drekkur eins og hún eigi lífið að leysa, gengur með hárkollu en telst þó myndarleg miðað við restina af íbúum bæjarins.

Saman eiga þau börnin, Biff og Chip (Randy og Jason Sklar - Bubble Boy, My Baby's Daddy (Tvíburabræður)), 17 ára, samvaxna tvíbura sem einhverra hluta vegna deila þrem fótum og þrem rasskinnum; Milo (Pamela Segall - Brother Bear, Major Flake), 8. ára drengur sem virðist hafa allar geðraskanir og hegðunarvandamál sem svona ungur drengur getur haft og að lokum Beth (Jeannie Elias - Babe: Pig in the City, Jimmy Neutron: Boy Genius), væri hin afar sætasta unga telpa ef það væri ekki fyrir útvaxið ógeð sem vex út úr hausnum á henni sem líkist voðalega getnaðarlim karlmanns, en er það þó ekki samkvæmt höfundi þáttana.

Aðra fjölskyldu meðlimi sem hægt er að nefna er móðir Bobs, Grammy; gæludýr fjölskyldunnar, keðjureykjandi kött að nafni Lucky og hundinn Scottie.

Milo gekk áður í skóla fyrir “sérstök börn” eða “the pathologically high-spirited”, en fluttist þó í skóla fyrir hina eðlilegu og nýtur sín þar ásamt nokkrum öðrum krökkum sem eiga það sameiginlegt að vera félagslega útskrúfuð. Þar ber helst að nefna, Peggy the mutant (Becky Thyre - Run Ronnie Run!, The Flintstones), er án kjálka og hefur aðeins eitt brjóst; Helga (Lea DeLaria - Mercury In Retrograde, Plump Fiction) sem líkist helst froski; Mikey Butts (Jeannie Elias - sjá ofar) hefur kinnar sem leka niður á hné á honum; og Creepy Susie (Jeannie Elias - sjá ofar) sem einhverra hluta vegna flýtur yfir jörðinni. En vinahópurinn safnast saman í klúbbhúsi í bakgarði Oblongs fjölskyldunnar á hverjum degi eftir skóla.

// Söguþráðurinn

Þættirnir fjalla basicly, um líf fjölskyldunnar og sífellda baráttu vinahóps Milo's við “Debbies”. En Debbies er hópur vinsælla stelpna sem heita sama nafni og líta út fyrir að vera klónaðar. En þær og fjölskyldur þeirra líta svo á að þau séu fullkomin. Fyrirliði Debbies, Debbie Klimer (Becky Thyre - sjá ofar) er dóttir Pristine Klimer (Becky Thyre - sjá ofar) og George Klimer (Billy West - Futurama, Looney Tunes), yfirmanns Bobs. En auk Debbie eiga þau saman soninn Jared (Pamela Segall - sjá ofar) sem ásamt vini sínum Blaine níðist á vinahóp Milo's.

// Höfundurinn

Angus Oblong fæddist í Sacramento, Bandaríkjunum og hætti í skóla 17. ára til þess að “gera eitthvað við líf sitt”. Hann er í dag 87 ára og hefur á ævi sinni auk þess að gera Oblongs þættina skrifað barnabókina “Creepy Susie & 13 Other Tragic Tales for Troubled Children”. Sem seinna varð að þáttunum sjálfum. Ég get því miður ekki sagt mikið meira um höfundinn en bio'ið á heimasíðunni hans er eilítið.. furðulegt.

Þið getið gert tilraun til þess sjálf en það má finna á:
- http://www.angusoblong.net/bio.html

Jace Richdale var þó sá sem kom verkum Angusar á skjáinn en Jace hefur meðal annars líka skrifað fyrir Simpsons.

// Quotes

Biff Oblong: It takes drive, determination and health. H.O.M.O.
Beth Oblong: That spells homo.
Chip Oblong: You don't know how to spell.

Pristine Klimer: Oh, Pickles, I love your hair… where'd you buy it?
Pickles Oblong: Some whore. I think it was your mother.

Jawless Peggy Weggy: Let's see there's the popular kids, the jocks, the nerds and then there's us.
Helga Phugly: Hey don't lump me in with you loosers. I am accepted by all groups. Hi Debbie, hi Debbie, hi Debbie, hi Debbie, hi Debbie, hi Debbie.
The Debbies: Ewww!

Biff: Hey
Chip: Baby wanna make a baby?
Bob: Boys, leave the mannequin alone.

Bob: Oh, insurance be damned! You go get your woman and I'm gonna go get mine. And I'll tell you something else – I'm standing in dog doody.

Milo: I knew we'd find our way to happiness!!!
Helga: I always knew he was gay.

Pickles: Kids is mommy still pretty?
Beth: Your mustache looks very pretty mommy!

Milo: So anyway, thats how the panda bears got into the Dairy Queen and why I NEED A LAWYER!

Mayor Bledsoe: I can't walk out of here with a big bag of money, I'll attract attention.
Mr.Klimer: Sir, your wearing a Mexican wrestling mask.

Fleiri quotes má nálgast á heimasíðu imdb
- http://us.imdb.com/title/tt0219446/quotes

// Lokaorð

Aðeins þrettán þættir voru gerðir og voru fyrst sýndir á Warner Brothers sjónvarpsstöðinni og síðar á Cartoon Network. Árið 2001 fengu Mary V. Buck og Susan Edelman verðlaun þátt sinn í gerð Oblongs þáttana. Hingað til hafa þeir ekki verið gefnir út á DVD eða VHS. En undirskrifta lista þess efnið má finna hérna:
- http://www.tvshowsondvd.com/showinfo.cfm?showID=3112

// Tenglar

Heimasíða Angusar Oblong
- http://www.angusoblong.net/

The Oblongs á imdb
- http://us.imdb.com/title/tt0219446/