Ok eins og þið hafið kannski tekið eftir hef ég verið svoldið ofvirkur á þessu áhugamáli undanfarið, en þá bara í sambandi við South Park. Það er einfaldlega bara vegna þess að ég er nýbúinn að fá DC++ og hef verið svoldið ofvirkur á downloadinu, aðallega á South Park þáttum, og þessvegna ákvað ég bara að leika mér aðeins hérna á þessu áhugamáli með þessari Quiz og svo skal ég taka mér smá frí (nema náttúrulega að þið viljið eitthvað meira).

Jæja hér eru nokkrar spurningar, og ég mun birta svörin síðar, sennilega verður það sett á kork en ég ætla samt að reyna að senda það inn sem grein. Þið bara athugið á báðum stöðum ef þið viljið sjá svörin. Þetta er Quiz uppúr sérstökum þáttum og þær eru svoldið auðveldar fyrir SP aðdáendur í byrjun, en ég reyni að hafa þær erfiðari eftir því sem lengra kemur. Have fun!

1: Samkvæmt þættinum Towelie, hvað er Towelie, og til hvers var hann skapaður? (2 stig)

2: Í þættinum Toilet Paper, hvaða fag kenndi kennarinn sem þeir hefndu sín á, hversvegna og hvernig hefndu þeir sín á henni, og hvaða kvikmynd er óspart gert grín að í gegnum þáttinn? (3 stig)

3: Í þættinum Cartman Says, hvað kemur “bannorðið” oft fyrir í þættinum og hvaða “bannorð” er það? (2 stig)

4: Í þættinum Cartmanland, hvaða “banvæna” sjúkdómi þjáðist Kyle af? (1 stig)

5: Nefnið a.m.k 3 tónlistarmenn/hljómsveitir sem koma fram í þættinum Chef Aid og hvernig deyr Kenny í þessum þætti? (2 stig)

6: Hvaða sjaldgæfa sjúkdómi þjáðust foreldrar Ben Afflecks af í þættinum How To Eat With Your Butt? (1 stig)

7: Hvaða gestastjarna kemur fram í þættinum Rainforest Schmainforest og við hvað vinnur karakterinn sem þessi gestastjarna talar fyrir? (2 stig)

8: Hvaða líkamshluti af Cartman varð heimsfrægur í þættinum Fat butt and pancake head, fyrir hvað, og undir hvaða nafni? (3 stig)

9: Í þættinum Freak Strike, hvaða fæðingargalla þóttist Butters vera með og hvað kallaði Cartman þennan “sjúkdóm” (2 stig)

10: Fyrir hvað stendur NAMBLA, (þá meina ég báða klúbbana undir því nafni) (2 stig)


Ok ég nenni ekki meiru núna. Sendið mér svörin með skilaboðum og ég birti síðan tölurnar yfir sigurvegara.
In such a world as this does one dare to think for himself?