Invader Zim ( // Inngangur

Þrátt fyrir að ég geri vel grein fyrir því að fyrir stuttu birtist hér önnur grein um Invader Zim, en þar sem mér fannst vanta heilmiklar upplýsingar þar inní (með fullri virðingu fyrir fyrri greininni og höfundi hennar), ákvað ég að skjóta og senda inn aðra grein hérna um littlu grænu geimveruna, Invader Zim. Auk þess vil ég bara þakka góðar móttökur á mínum fyrri greinum :)

// Höfundurinn

Jhonen fæddist 1. September, 1974 í San Jose. Hann er þekktastur fyrir fyrri verk sín, “Johnny the Homicidal Maniac”, “I Feel Sick” og fleiri teiknimyndasögur. Eftir að JTHM birtist í Carpe Noctem blaði 1995, fóru Slave Labor Graphics að gefa verk hans út og gera enn í dag. Þaðan fór hann yfir í teiknimyndir að beiðni Mary Harrington..

// Söguþráðurinn & Persónurnar

Jonen var beðinn af Mary Harrington, starfsmanni Nickelodeon, um að búa til þátt en þó ólíkt fyrri verkum hans, hæfilegann fyrir börn. Þrem árum seinna var búinn til pilot sem, þrátt fyrir að yfirmenn Nickelodeon voru ekki hrifnir af, fékk hærri einkunn hjá tilrauna áhorfendum en nokkur annar þáttur sem Nickelodeon hefur framleitt. Auðvitað ákváðu þeir eftir það og vegna þrýstings frá Harringon, að byrja aðsýna þættina. Fyrsti þátturinn var sýndur 30. Mars, 2001.

Eftir að hafa einn síns hendi eyðilagt fyrri áætlun Irken kynsins til heimsyfirráða, eða “Operation Impending Doom I” var invaderinn (já, þessi blessaða íslenska.. því miður datt mér ekkert íslenskt orð yfir “Invader” en innrásarmaður og það hljómar ekkert of vel, er það? Verða víst fleiri svona orð..), Zim (Richard Horvitz) sendur í útlegð til plánetunar “Foodcortia” þar sem hann var gert að vinna að þrifum og hinum ýmsu öðru skítverkum undir stjórn hins illa Sizz-Lorr (Jim Wise). Zim náði þó að flýja á endanum, eftir að hafa komist að annari áætlun um alheimsyfirráð, Impending Doom II. Zim komst á stolnu skipi til plánetunar “Conventia”, þar sem hinir nýju invaderar vöru kynntir. Eftir Zim krafðist þess við leiðtoga Irken, The Almighty Tallest (Hina almáttugu hávöxnu? gmg.. Wally Wingert talar fyrir þann rauða og Kevin McDonald fjólubláa), tóku þeir til þess ráðs að senda hann óþekktrar plánetu, sem fyrir tilviljun reyndist vera Jörðin. Allir invaderar fá vélmenni sér til aðstoðar, Standard Issue
Information Retrieval Unit eða Sir. Zim hinsvegar fékk vélmenni saman sett úr rusli sem fékk nafnið Gir (Rosearik Rikki Simons), og telst víst ekki til gáfaðari hluta. Sumir hafa haldið því fram að “g” í Gir standi fyrir garbage, það er hinsvegar rangt, “g” stendur ekki fyrir neitt sérstakt. Eftir að hafa komið sér upp bækistöðvum á jörðu, dulbúið sig sem mennskan dreng og vélmennið sem hund, tók Zim að ganga í skóla. Þar hitti hann erkióvin sinn, hinn afar höfuðstóra Dib (Andy Berman), son vísindamannsins Membrane (Rodger Bumpass) og bróður Gaz (Mo Collins). Dib virðist vera sá eini sem áttar sig á því að Zim sé ekki mennskur en þar sem í gegnum tíðina hann hefur komið með hinar ýmsu ótrúlegar kenningar trúir honum enginn. Kennarinn þeirra heitir Mr. Bitters (Lucille Bliss) og hefur ævinlega þetta svakalega skuggalega útlit og framkomu líkt og systir Dib.

Eftir nokkurn tíman fóru vinsældir þáttana, öllum til undurnar, að minnka meðal óhorfenda 11. ára og yngri (sem Nickelodeon miðar við) og hætt var við þættina. Síðasti þátturinn, “GIR Goes Crazy and Stuff” var sýndur 24. Maí 2002, alls 65. þættir voru gerðir en aðeins 29. sýndir. Restin af seríu 2. var þó sýnd á Suður Amerísku útgáfunni af Nickelodeon, en Nickelodeon hefur þó ávallt haldið við þá stefnu sína að selja engum af samkeppnisaðilum sínum þætti og því hafa þeir ekki verið sýndið á öðrum sjónvarpsstöðvum.

// Quotes

Zim: “What happened? How did you run out of fuel so quickly?”
GIR: “I emptied it out.”
Zim: “You emptied it? Why!?”
GIR: “To make room for the tuna.”

Zim: “I put the fires out”
Rauði Tallest: “You made them worse”
Zim: “Worse…or better?”

Rauði Tallest: “The MegaDoomer Combat Stealth Mech!”
Fjólublái Tallest: “I don't like it!”
Rauði Tallest: “We didn't build it so you could ‘like it’! This one's going to planet Meekrob to help Invader Tenn conquer it!”
Fjólublái Tallest: “Well I should like it.”

Zim: “GIR! Remember with your brains! You must behave like a human dog monster! Do you understand?”
Gir: “I really don't.”

Zim: “I will rule you all with an iron fist!”
Ms. Bitters: “No, Zim. The machine has assigned you a career in fast food preparation!” -Ms. Bitters
Zim: “I will prepare food with my iron fist! Then I will work my way up to ruling you all with my fist!”


Fleiri quote má finna á heimasíðu IMDB
- http://www.imdb.com/title/tt0235923/quotes

// Lokaorð

Invader Zim eru mínir uppáhaldsþættir auk þess sem að fyrri verk Jhonen eru sömuleiðis meiriháttar snilld. Nýlega var farið að framleiða leikföng tengd þáttunum í framhaldi af vaxandi vinsældum þeirra hjá börnum eldri en 12 ára. Og þrátt fyrir að hjá Nickelodeon hafi markaðshópurinn verið börn undir 12. ára aldri þá finnst mér þeir nú meira fyrir eldri einstaklinga líkt og fyrri verk Jhonen, líkt og Johnny the Homicidal Maniac, sem ég myndi alls ekki telja við hæfi ungra barna. Jhonen hefur sjálfur haft áhyggjur af þessu, því börn sem hafa hrifist af Zim hafa leitað af meiru efni eftir hann og farið að lesa JTHM.

“Official” Heimasíða Invader Zim (Nickelodeon)
- http://www.nick.com/all_nick/tv_supersites/zim/

RWaM & GIR (fan síða)
- http://gir.n3.net/

Slave Labour Graphics (útgefendur verka Jhonen)
- http://www.slavelabor.com/

Viðtal við Jhonen á Suicide Girls
- http://suicidegirls.com/words/Jhonen+Vasquez/


Driz zt Do'Urden
drizzt@simnet.is
http://www.simnet.is/drizz t