King of the Hill (1997-????) ======================================================= ==========
- Formáli
============================================== ===================
Eftir afar vafasamann árangur á körfuboltamóti uppi í skóla í dag
*hóst*, þá ákvað ég að gerast rosalega duglegur og halda áfram
að skrifa greinar hingað inn og í þetta skipti um “King of the
Hill”. Auk þess gleymdi ég að minnast á það í fyrri grein minni
um Duckman, þrátt fyrir að ég haldi nú að langflestir hafi áttað
sig á því að nöfnin í svigunum á eftir nöfnum persónanna eru nöfn
þeirra sem tala fyrir þær. Njótið..

=========================================== ======================
- Söguþráðurinn & Persónurnar
========================================== =======================
King of the Hill gerist í Arlen, Texas og fjalla um própan sölu-
manninn Henry Rutherford Hill, eða Hank Hill (Mike Judge) og
fjölskyldu hans. Eiginkona hans, Peggy Hill, starfar sem
forfallakennari. Hank og Peggy eiga soninn Bobby saman sem er
vægast sagt furðulegur en reynir þó að gera faðir sinn stoltann.
Auk þeirra búa á heimilinu Luanne Platter (Brittany Murphy), sem
flutti inn til þeirra eftir að móðir hennar var send í fangelsi
fyrir að hafa stungið föður hennar með gafli og hjólhýsið þeirra
valt á hliðina, og hundurinn Ladybird, sem er Hank afar kær
(kærari en frænkan).

Svo eru það nágrannar og vinir Hank sem leika stór hlutverk í
þáttunum. Það eru Dale Gribble(Johnny Hardwick), eiginkona hans,
Nancy Gribble (Ashley Gardner) og sonur hans, Joseph (Brittany
Murphy). Ég segi sonur hans, þrátt fyrir að Joseph sé í raun barn
John Redcorn (Jonathan Joss), en Nancy hefur haldið framhjá Dale
með John í fjölda ára. Dale virðist vera sá eini sem ekki tekur
eftir því..

Svo eru það hinn afar illskiljanlegi Boomhauer (Mike Judge),
William Fontaine De La Teur Dauterive, eða Bill (Stephen Root)
og Souphanousinphone fjölskyldan. Kahn (Toby Huss), Minh (Lauren
Tom) og dóttir þeirra Connie (Lauren Tom).

Aðrar persónur sem er vert að nefna eru faðir Hank's, hinn afar
lágvaxni (fæturnir voru skotnir undan honum í stríðinu) Cotton
Hill, DeeDee eiginkona hans, og Buck Strickland (Stephen Root)
yfirmaður Hank's við Strickland Propaine.

========================================== =======================
- Höfundurinn (Mike Judge)
=============================================== ==================
Mike Judge, fæddur 17. Október, 1963 í Guayaquil, Ekvador. Mike
er lærður verkfræðingur en eftir misheppnaðann tónlistar-
feril sneri hann sér að teiknimyndum. Stuttmyndin hans “Office
Space” var sýnd á Comedy Central og í myndinni Frog Baseball
birtust í fyrsta skipti tvær af mest aðdáunarverðu persónum hans,
Beavis og Butthead, þar sem Mike talaði fyrir þá báða. 1993,
fengu þeir sinn eiginn þátt á MTV. Þættirnir gengu í nokkur ár
þrátt fyrir lélega dóma og birtust jafnvel í sinni eigin bíómynd
(Beavis & Butthead Do America (1996)).

Loks kom fram á sviðið, Hank Hill ásamt fjölskyldu og nágrönnum
í King of the Hill. Byrjað var að sína þættina á FOX, í janúar
1997. Í dag eru komnar 8. seríur af þáttunum :)

Fyrir 5. árum kom út lengd útgáfa af upprunalegu stuttmynd Mike,
“Office Space” (Sem er btw, mögnuð) og varð sæmilega vinsæl.
Þrátt fyrir þetta hélt Mike áfram í teiknimyndunum.
Hann hefur þó leikið í fleiri myndum og ljáð rödd sína til fleiri
teiknimynda. Auk þess sem að hann skrifaði nýlega undir samning
við FOX um að skrifa og leikstýra tveimur kvikmyndum.

======================================== =========================
- Quotes
=============================================== ==================
Dale: You know what the problem is? It's a Ford. You know what
Ford stands for? Fix It Again Tony.
Hank: Dale, that's a Fiat.

Dale: It's a beautiful day. Nancy should be outside doing my laundry.

Bobby: Why do you hate everything you don't understand?
Hank: I don't hate you, Bobby.

Peggy: You're 12 years old, and drinking a beer.
Bobby: I didn't even like it.
Hank: Now you're just trying to get me mad.

Hank: Now, you may not like Willie Nelson, but…
Bobby: No, I like Willie Nelson. He's alternative.
Hank: You take that back.

Dale: Rematch? I thought we agreed never to discuss the horrors
that we saw on the killing fields of the Fun Center.

[Í síma]

Dale: You don't know who I am, but I know where you live.
And if you teach that class sex ed teacher, I will make you pay.
Hank: Dale, is that you?
Dale: Oh, hey, Hank. Can you put Peggy on the phone?
Hank: Peggy? It's for you. It's Dale.
Peggy: Hello, Dale.
Dale: You don't know who I am, but I know where you live…

Fleiri quotes má finna á heimasíðu IMDB
- http://www.imdb.com/title/tt0118375/quotes

========= ======================================================= =
- Lokaorð
============================================== ===================
Sumum hafa fundist þættirnir svolítið harðir í garð svokallaðara
“Rednecks” í Bandaríkjunum en ég er sjálfur ekki alveg sömu
skoðunar og myndi mæla hverjum sem er að horfa á þættina.
Biðst forláts á öllum stafsetningarvillum og endilega leiðréttið
mig ef ég fer með rangt mál um eitthvað hérna.

“Official” Heimasíða Þáttana (FOX)
- http://www.fox.com/kingofthehill/

King of the Hill Information Site (Góð Fansíða)
- http://www.geocities.com/arlen_texas/

King of the Hill F.A.Q
- http://www.geocities.com/arlen_texas/faq.htm


Drizz t Do'Urden
drizzt@simnet.is
http://www.simnet.is/drizz t