Duckman (1994 - 1997) ======================================================= ==========
- Formáli
============================================== ===================
Sem stór aðdáandi þáttana og eftir að Hrannar óskaði eftir fleiri greinum inná teiknimynda áhugamálið ákvað ég að skrifa grein um Duckman. Greinin skiptist í eftirfarandi hluta: Formála, Upphafið, Söguþráðurinn & Persónurnar, Quotes og Lokaorð.

=========================================== ======================
- Upphafið
============================================= ====================
Duckman birtist fyrst í blaði af “Dark Horse Presents” í september, 1988. Það var þó ekki nema á nokkrum blaðsíðum aftast í blaðinu og ekki í litum. Höfundurinn heitir Everett Peck og er einna þekktastur fyrir Duckman en hefur þó átt þátt í gerð Real Ghostbusters, Dragon Tales o.fl.

Loks birtist pilotinn af sjálfum sjónvarpsþættinum á alþjóðlegri ráðstefnu um sjónvarpsefni í Cannes, 1992. Byrjað var að sýna þá vikulega í sjónvarpi 5. Mars, 1994.

============================================== ===================
- Söguþráðurinn & Persónurnar
========================================== =======================
Þættirnir fjalla um Eric Duckman (Jason Alexander, betur þekktur sem “George” úr Seinfeld) sem starfar sem einkaspæjari ásamt félaga sínum Cornfed Pig (Gregg Berger). Eftir að eiginkona hans, Beatrice, lést í slysi af hans völdum, erfði mágkona hans, Bernice (Nancy Travis), hennar hluta af húsi fjölskyldunar. Og þrátt fyrir gagnkvæmt hatur hennar á Duckman fluttist hún inn til hans og 2-3 (ég segi 2-3 vegna þess að tveir þeirra eru fastir saman) sona hans, hins afar treg gáfaða Ajax (Dweezil Zappa) og Charles (Dana Hill) og Mambo (E.G. Dailey) sem eins og áður kom fram eru fastir saman. Ásamt þessum 5 búa á heimilinu móðir Bernice (og Beatrice), Grandma-Ma og hundurinn Gecko.

Á skrifstofu Duckman starfa tvö lítil troðin tuskudýr, Fluffy, sá bleiki og Uranus, sá blái (Pat Musick, talar fyrir báða). Duckman finnur nýjar frumlegar leiðir til að myrða þessa 2 í hverjum einasta þætti.

Erki óvinur Duckman er illi snillingurinn King Chicken (Tim Curry), sem er augljóslega kjúklingur. Duckman hæddist að King Chicken vegna gáfna hans í æsku og síðan hefur hann haft horn í poka hans.
================================================ =================
- Quotes
=============================================== ==================
Hérna eru nokkur af mínum uppáhalds quotum úr þáttunum,

Súpermódel: “So what do you do here?”
Duckman: “I look at breasts.. and uhh, im a detective.. but mainly the breast thing.”

Duckman: “I'm going to go inside and watch the Brady Bunch, and I don't mind telling you I find four of those children very arousing.”

Duckman: I'm very sexually active.
Mistress Nina: With another person?
Duckman: Oh…. No.

Ajax: Hey! Someone!… The esclator stopped! I'm Stuck!… Somebody?

Duckman: Duckman. Duckman with a D. In fact PHD. Loveology.
Perhaps you'd care to stay after class while I grade on your curves?

Duckman: Sorry, I didn't hear you, I was staring at your breasts.

Bernice: You were suppose to get your dog neutered, I caught him
looking looking funny at the hamster again!

============================================= ====================
- Lokaorð
============================================== ===================
Fyrir ykkur sem viljið fræðast meira um þættina þá bendi ég á
duckman f.a.q'ið (or whatevahh!)

http://arnoud.best.vwh.net/duckman/txt/d uckmanfaq.txt (gamla)

Og svo er auðvitað bara að horfa á þættina, en því miður hafa þeir
ekki verið gefnir út á DVD eftir því sem ég best veit. Biðst forláts á öllum stafsetningar villum og ef eitthvað sem kemur fram í greininni er rangt þá endilega leiðréttið mig.

Drizzt Do'Urden
drizzt@simnet.is
http://www.simnet.is/drizz t