Ennþá fleiri sögur úr Andabæ hæhæ, núna er komið að seinustu tveimur umfjöllunum mínum um þætti úr þáttaröðinni Sögur úr Andabæ. Þættirnir sem ég ætla núna að fjalla um heita: Eins og fiskur í sjó og Ókönnuð lönd, og eru á spólunni Ókönnuð lönd.

Ég ætla að byrja að fjalla um Eins og fiskur í sjó. Það byrjar þannig að Jóakim er kærður fyrir stuld á málverki Pickvackos sem ber heitið “Önd í appelsínusósu”. Málverkið var í eigu Glúms og fyrir þá sem ekki vita er Glúmur aðal keppinautur Jóakims. Öryggismyndavél tók upp allt ránið og mátti þar glöggt sjá að Jóakim hafði stolið málverkinu og hann var sendur á versta fangelsi í heimi, Stóra-Hraun í 15 ár. Svo illa vill til að Jóakim lendir í sama klefa og úrillur fangi að nafni Grímur. Þótt ótrúlegt sé þá verða Jóakim og Grímur vinir og brjótast út úr fangelsinu og á eftir þeim fara vopnaðir verðir og grimmir hundar. Ná Jóakim og Grímur að sleppa eða hvað?

Seinni þátturinn er Ókönnuð lönd. Hann hefst þannig að Jóakim eignast kvikmyndaver Andabæjar og vill svo til að þar eru teknir upp uppáhaldsþættir strákanna sem er um Kjark kaptein sem ferðast um geiminn. Jóakim lætur endurgera þættina og lætur Gogga búa til alvöru geimskip. Kjarkur fer mað strákana og Loft um borð, en þeir fara þeir óvart útí geiminn án þess að vita af því. Loftur er sá fyrsti sem tekur eftir því að þeir séu í alvöru útí geimnum. Síðan koma geimverur sem eru frá reikistjörnunni Krunk til að leita að vitsmunaverum til að mala í áburð. Kjarkur fattar ekki ennþá að þeir séu hjá alvöru geimverum en nú fatta strákarnir það. Þegar Kjarkur loksins fattar að hann er hjá alvöru geimverum, þá flýr hann og tekur geimskipið og þýtur í burtu og skilur Loft og strákana eftir. Ná Loftur og strákarnir einhvernvegin að flýja eða ná Krunkarnir þeim? Endilega horfið á þessa þætti, þeir eru á spólunni Ókönnuð lönd.