The Emperor's New Groove er byggð á sögunni um Nýju fötin keisarans
sem flest allir ættu að þekkja og er ein mesta snilldarmynd sem
snillingarnir hjá Disney hafa getið af sér. Húmorinn í henni er svo
kaldhæðinn og svartur að ég held að hún höfði frekar til eldri
kynslóðarinnar en þeirrar yngri.


Sagan fjallar um Kuzco sem er keisari í Mið-Ameríku og hugsar ekki um
neitt nema sjálfan sig og það eina sem skiptir máli er hann sjálfur. Yzma
sem er ráðgjafi Kuzcos er farin að reyna að stjórna landinu á bak við
Kuzco og hann er ekki ánægður með það og ákveður að reka Yzmu.
Yzma verður brjáluð og ákveður að drepa Kuzco með eitri en heimski
aðstoðarmaðurinn hennar, Kronk klúðrar málunum og breytir honum óvart
í lamadýr. Þegar Yzma sér mistökin skipar hún Kronk að drepa Kuzco en
Kronk er með svo stórt hjarta að hann getur það ekki en týnir Kuzco sem er
rotaður í poka á markaðstorginu.
Pokinn sem Kuzco er í lenti á vagni hjá Pacha sem er bóndi í litlu þorpi
sem Kuzco vill leggja í eyði bara til að hann geti byggt sér sumarhöll á
toppnum á hlíðinni sem bærinn stendur í. (Hversu eigingjarn er gaurinn
eiginlega!?!) Þegar Pacha er kominn heim í þorpið vaknar Kuzco úr rotinu
og Pacha verður skíthræddur við Kuzco því hann heldur að hann sé
“demon llama”.
Allavegana…Kuzco heldur að Pacha hafi breytt sér í lamadýr því hann var
reiður yfir að Kuzco ætlaði að rústa þorpinu hans og skipar honum að fara
með sig til baka í höllina. Pacha ákveður að gera það og reyna á leiðinni
að sannfæra Kuzco um að byggja sumarhöllina annars staðar. Þeir lenda í
alls kyns veseni, aðallega vegna hroka Kuzcos en alltaf reddar Pacha
þeim.
Á leiðinni hitta þeir Yzmu og Kronk sem eru að leita að Kuzco til að drepa
hann og þá fyrst fattar Kuzco að það var ekki Pacha sem breytti honum í
lamadýr.


Vil ekki segja meir og kjafta um leið frá endinum en það er skylda fyrir alla
teiknimyndaunnendur að sjá þessa mynd því hún leynir á sér.


Ég hef reyndar ekki séð hana á íslensku en með ensku talsetninguna fara
David Spade (Just Shoot me) fyrir Kuzco
John Goodman (Blues Brothers) fyrir Pacha
Eartha Kitt (sem Fóstbræður gerðu grín að) fyrir Yzmu
Patrick Warburton (óþekkt nafn en hefur gert fullt af hlutum, m.a.
aukahlutverk í Ellen og Seinfeld og talar fyrir Buzz í Buzz Lightyear of Star
Command.
-Það er snákur í stígvélinu mínu