Aðalsöguhetjurnar í Múmínálfunum Eftir að hafa lesið nýlega <a href="http://www.hugi.is/teiknimyndir/greinar.php?grei n_id=16340085#1420466“>grein</a> eftir hann maddasnill þá fór ég að rifja upp kynni mín af múmínálfunum og þá komst ég að því að þetta er eitthvað það skemmtilegasta barnaefni sem ég hef horft á á stöð eitt. En í þessari litlu grein minni ætla ég að kynna aðalsöguhetjurnar nánar.


Múmínsnáðinn (Moomin):
Múmínsnáðinn nýtur lífsinns til fulls og lítur á heiminn með undrunartilfinningu fyrir þá einföldu hluti sem veita hamingju eins og t.d. það að safna steinum og skeljum. Eins auðtrúa og ákafur og hann er, er hann einnig einfaldur og mjög hjartagóður.

Snorkstelpan (Snorkmaiden):
Snorkstelpan er vinur Múmínsnáðans og er dáltið fyrir það að daðra. Hún hefur gullið hár sem nær niður að augum og gullið armband um öklan. Rómantískar fantasíur og hégómagirnd vilja of villa um fyrir henni en vinskapur og leiðsögn Múmínsnáðans hjálpa henni að sjá sannleikan.

Múmínpabbi (Moominpappa):
Múmínpabbi er saklaus og drengjalegur en er samt nokkuð stoltur af karlmennsku sinni. Á meðan hann er mjög trúr fjölskyldu sinni er hann draumóramaður, gefinn fyrir vafasama einstaklinga og viskí.

Múmínmamma (Moominmamma):
Múmínmamma er mjög siðferðisleg og umburðarlind - sjaldgæf samsetning. Reyndar vita fjölskyldumeðlimirnir ekki að hún er að ala þá upp, aðallega vegna þess að hún telur að mistök eru oft bestu lexíurnar.

Mía litla (Little My):
Hún Mía litla býr hjá Múmínfjölskyldunni. Hún er svo lítil að hún kemst fyrir í mjólkurkönnunni. Mía er mjög óþekk, ókurteis og getur verið árásargjörn en er hinsvegar mjög bjartsýn á lífið í heild. Stundum sýnir hún kærulausan vinskap - þegar það hentar henni. Hún er yngst af börnum Mymbles(veit ekkert hver það er)

Snúður (Snufkin):
Snúður er heimspekilegur flækingur, alltaf klæddur í sömu kápuna og hattinn. Á haustin fer hann úr Múmíndal og heimsækir önnur lönd. Snúður er blíður, áhyggjulaus, sjálfstæður og er sama um veraldlega hluti. Hann á marga aðdáendur, sérstaklega þá sem eru minni máttar. Besti vinur hann er Múmíntröll.

Snabbi (Sniff):
Snabbi er ættleiddur inn í fjölskylduna er ekki beint líkur hinum. Persóna hann er mjög ólík öllum hinum í fjölskyldunni - svona nokkurnveginn sú týpa sem er metnaðargjörn og leitar alltaf að leiðum til að eitthvað gagnist sér sjálfum. Stundum skammast Snabbi sín fyrir mistök sem hann gerir en hann veit að alltaf er fyrirgefið honum. Hann er nú einu sinni í fjölskyldunni.

Hemúlar (The Hemulens):
Hemúlar eru oft ekki mjög félagslindir, eru ekki góðir hlustendur og vanta allan húmor. Þeir eru oft mjög miklir safnarar eða yfirmenn með lítil völd. En það eru auðvitað til margar týpur.

Fífiljónka? (Fillyjonk)
Hún er algjör andstæða Múmínfjölskyldunnar. Það er ekki neinn tími í skemmtun, bara skyldur. Hún er mjög skipulögð og bundin niður með lífsreglum og trúir mjög mikið á orðstír og hefðir. En ef eitthvað fer útaf sporinu þá verður hún óskynsamleg. Börnin hennar þrjú fylgja henni oftast allt.

Hattifattarnir (The Hattifatterners):
Hattifattarnir sjást ekki einir, þeir ferðast alltaf í hópum og hugsa ekki um annað en að komast að sjóndeildarhringnum. Hattifattarnir geta hvorki heyrt né talað en geta séð mjög vel. Þeir eru í lagi einir og sér en í þrumuveðri verða þeir rafmagnaðir og ættu allir að forðast þá.

Fýli? (Stinky)
Hann er þrjóturinn í Múmíndal, ekki það að honum gangi vel í því starfi. Hann lýgur og stelur en drepur aldrei. Múmínfjölskyldan er stundum með honum en það er oftast í gegnum Snabba. Múmínfjölskyldan er reyndar svolítið stolt af því að þekkja alvöru glæpon.

Morrin (The Groke)
Hver man ekki eftir Morranum? Ég persónulega var alltaf allveg skíthræddur við hana og hljóp út úr herberginu þegar hún kom (sem var betur fer ekki oft). En ég stóð alltaf í þeirri trú að Morrin væri karlkyns er svo er ekki. En Morrin er skelfing alls, ónefnanlegur hryllingur. Stór, grá og svo köld að frost myndast á jörðinni fyrir neðan hana þegar hún svífur hljóðlaust um. Stundum birtinst hún skyndilega, en oftast heyrirst ýlfur úr henni í fjærlægðinni. Múmínfjölskyldan er stundum hrædd við hana en flestir eru sammála um það að hún er smá bragðbætir við lífið.

Heimildir: <a href=”http://www.moomin.fi/englanti/index_e.htm">www. moomin.fi</a
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25