Múmínálfarnir... Sæl veriði

Hver man ekki eftir Múmínálfunum? Múmínpabbi, Múmínmamma, Múmínsnáðinn, Mía litla, Snorkstelpan, Snorkurinn, Snabbi, Snúður, Hemúllinn, og fleiri sem lifðu öll í sátt og samlyndi í Múmíndal…

Ég man eftir að hafa vaknað á hverjum einasta morgni þegar ég var lítill til að horfa á þessa þætti, og á þá flest alla á spólum að ég held.

Nú fyrir stuttu var litla systir mín veik, og var að horfa á þessa þætti þegar ég kom heim úr skólanum. Ég settist niður og fór að horfa á þetta með henni, og þá rifjaðist allt upp fyrir mér, og hversu mikil snilld þessir þættir eru :)

Því miður veit ég lítið sem ekkert um það hverjir tala fyrir persónurnar og svoleiðis hluti, en ég veit að þættirnir eru Finnskir.

Fyrir ykkur sem ekkert vita um þessa þætti fjalla þeir um þessar ofangreindu persónur sem lifa í Múmíndalnum. Múmínpabbi, Múmínmamma, Múmínsnáðinn, og Mía litla búa öll saman í húsi. Snorkurinn sem er uppfinningamaður og Snorkstelpan, sem er systir hans búa saman í húsinu þeirra. Snúður aftur á móti býr í tjaldinu sínu mest allt árið og spilar á munnhörpuna sína, en á haustin fer hann suður á bóginn eins og fuglarnir, þar sem hann nýtur þess að vera einn, og tekur aldrei neinn með sér. Snabbi er aftur á móti bölvaður vitleysingur og býr einn, en hangir með Múmínfjölskyldunni allann daginn. Hemúllinn er grasafræðingur og verulega utan við sig. Hann ferðast um alla daga að leita að sjaldgæfum plöntum.
Þau lenda öll í ýmiskonar ævintýrum sem ég ætla ekki að fara að nefna hér, því þá myndir þú ekki nenna að klára að lesa greinina.

Með þessu er ég samt ekki að segja að ég horfi ennþá á þessa þætti…ég er bara að rifja upp gamlar og góðar minningar ;)

kv. maddisnill