Pocahontas Jæja, eftir að hafa lesið grein um Lion King, og áskorun um að skrifa um Pocahontas ákvað ég að slá til. Ég hef því miður ekki tölulegar upplýsingar um myndina (get nú alveg fundið þær á netinu, en nenni því ekki ;)) Allavega

Pocahontas er byggð á raunverulegri sögu. Hún fjallar um hagsmunaárekstra tveggja heima… Hún fjallar um enska hermanninn John Smith og kynni hans af indíánastúlkunni Pocahontas (eða öfugt) :D John Smith kemur til “nýja heimsins” í fylgd liðs frá Englandi. Fyrir flokknum fer landstjóri sem er afskaplega óvinsæll við hirðina í Englandi, og sér nú færi á að finna gull eins og spánverjarnir gerðu til að afla sér vinsælda. Hann er afskaplega gráðugur maður og svífst einskis til að fá það sem hann ætlar sér.
John Smith hefur ferðast um allt og barist við “villimenn” út um allan heim. En þegar hann kynnist indíánastúlkunni Pocahontas breytist allt. Pocahontas stendur sjálf á tímamótum því faðir hennar, sem er höfðinginn ættbálksins, vill að hún giftist indíánastráknum Cocoum. En það er eitthvað sem togar í Pocahontas og hún lætur sig dreyma um að eitthvað meira bíði hennar en það sem faðir hennar ætlar henni. Hún kynnist Jóni og þau fella hugi saman (voðalega pent orðað:))
Þegar hermennirnir hafa verið þarna góða stund og ekkert gull hefur fundist verður landstjórinn óþolinmóður. Einhverjir árekstrar hafa orðið á milli englendinganna og indíánanna og er landstjórinn sannfærður um að indíánarnir séu að fela gullið hans. Eitt kvöld þegar Jón og Pocahontas eiga fund í skóginum kemur Cocoum að þeim. Jón hafði verið eltur úr búðunum og drengur að nafni Tómas skýtur Cocoum þegar hann ræðst að Jóni. Tómas flýr á brott en Jón er tekinn höndum og úrskurðað að hann skuli líflátinn að morgni. Á meðan þessu fer fram hefur landstjórinn ákveðið að nú skuli ráðast á indíánana og er mjög skemmtilega útfært hvernig þessir tveir ólíku hópar búast fyrir stríðið. Þegar stundinn rennur upp og Jón skal aflífaður mætast hóparnir tveir, báðir vígbúnir. Pocahontas tekur af skarið og kastar sér fyrir Jón áður en faðir hennar nær að taka hann af lífi. Hún lætur faðir sinn sjá að það að berjast sé ekki alltaf besta lausnin, reyndar sé það oftast frekar slæm lausn,svo hann leggur niður vopnin og sleppir Jóni. Tómas og hinir hermennirnir taka undir þetta en landstjórinn er svo gráðugur að hann grípur byssuna af einum hermanninum og skítur í átt að höfðingjanum. Jón sér það í tæka tíð og stekkur fyrir byssukúluna. Hermennirnir taka landstjórann höndum og kefla hann. Þeir ákveða að snúa aftur til Englands og Jón verður að fara með þar sem hann er meiddur. Allt fer vel að lokum og heimarnir tveir skilja sem vinir.
Myndin er vel útfærð og eins og alltaf eru skemmtilegar aukapersónur sem gefa myndinni aukið gildi, s.s. Eyfura Amma, Míkó og Bessi hundur.

Þrátt fyrir að þessi mynd sé í miklu uppáhaldi hjá mér, verð ég þó að taka eitt fram. Pocahontas er byggð á sannri sögu eins og ég sagði áðan, og er til hús í London sem á er plata sem stendur “hér bjuggu Jón Smith og Pocahontas”. En þrátt fyrir þetta þá hefur Disney löngum verið þekkt fyrir að fara frjálslega með staðreyndir, og get ég sagt ykkur, að Pocahontas var ekki dóttir höfðingjans, heldur var hún ættbálkarhóran, sköllótt og tannlaus. Jón Smith var gamall sjóari og tók hann hana með sér til Englands. Þrátt fyrir þennan sannleika, þá er myndin frábær og með eindæmum vel teiknum og með skemmtilegu samspili lita og söngva. Nú hefur verið gerð Pocahontas tvö, sem fjallar um þegar Pochontas fer til Englands og kynnist hún m.a. drottningunni, en það er önnur saga og ætla ég ekki að fjalla um hana hér.
Vona að þetta hafi verið ágætis grein, og þið séuð ekki vonsvikin þrátt fyrir köldu staðreyndirnar um Pocahontas :D og ef einhverjar eru innsláttarvillur eða stafsetningarvillur, biðst ég velvirðingar á þeim fyrirfram ;)
Kveðja