Komiði sæl, í þriðja sinn.

Ég virðist ekki geta hætt þessum Disney-greinum mínum og sýnir það örugglega mjög mikið um hvað lítið ég hef að gera á daginn en ég ætla núna að skrifa um Shrek. Shrek var gerð árið 2001 í samvinnu Disney við DreamWorks. Það má með sanni segja að þetta sé bráðskemmtileg mynd með fullt af skemmtilegum karakterum sem hafa komið áður í mörgum ævintýrum.

Shrek - 2001

Leikstjórar : Andrew Adamson, Vicky Jenson o.fl.
Handrit : William Steig, Ted Elliot o.fl.

-
Shrek er vingjarnlegt tröll sem býr í eitt í mýri. Shrek talar ekki við neinn og á enga vini, hann á samt hið fullkomna líf. Enginn truflar hann, nóg af mat og engir óboðnir gestir. Shrek skemmtir sér við að hræða menn sem leita að tröllum og skemmtir sér svo sannarlega vel við það. Einn daginn vaknar Shrek þar sem fjöldinn allur af ævintýra persónum eru fyrir utan heimili hans. Shrek spyr hvað sé í gangi og gerir sér brátt grein fyrir því að Greifinn í landinu er að handsama allar ævintýra persónur og geyma þær á túninu hjá honum. Við fáum að sjá þegar mennirnir í landinu eru að selja ævintýrapersónurnar sínar, t.d. maður að selja Gosa. Ein kona kemur með asna einn að borðinu þar sem fólkið fær peningana fyrir ævintýrapersónurnar. Hún segir hann geta talað. Hermaðurinn, sem tekur við perónunum, biður hann þá um að tala en hann þegir algjörlega. Þá handtaka þeir konuna fyrir að ljúga. Það eru fljótt allir komnir á mýrina hans Shrek, allt frá úlfinum í Rauðhettu til dvergana í Mjallhvít og dvergarnir sjö. Þeir segja Shrek að greifinn hafi hent þeim þangað og lokað þá af inni í mýrinni.

Shrek ákveður þá að fara, með asnanum, til greifans til að fá landið sitt aftur. Þeir lenda í miklum ævintýrum á leiðinni. Við fáum að kynnast því að greifinn er í raun Hitler, hvernig hann talar um að ævintýrapersónurnar eyðileggja hans fullkomnu veröld. Spegillinn úr Mjallhvít og dvergarnir sjö talar við greifann og segir honum að hann þurfi drottningu til að verða kongur. Hann gefur honum þrjár konur til að giftast og hann velur Fionu prinsessu. Eina sem hann þarf að gera er að bjarga henni úr kastala þar sem eldspúandi dreki ræður ríkjum. Það vill svo heppilega til að Shrek er einmitt kominn til greifans þegar hann á að fara og eftir mikla hetjuburði Shrek, þegar hann lemur marga hermenn í klessu, ákveður greifinn að senda Shrek í förina að ná í Fionu. Og ef hann gerir það þá fær hann mýrina sína aftur.

Shrek og asninn fara þá að ná í prinsessuna og lenda í mörgu á leiðinni. Loks koma þeir að höllinni og ná í prinsessuna, hún hafði greinilega planað björgunina mikið því hún vissi alveg hvað gera átti. Eftir að hafa platað drekann komast þeir út og leggja afstað heim. Eitt kvöldið kemst asninn að því að prinsessan er í álögum. Alltaf þegar kvöld kemur þá breytist hún í tröll. Ansinn heldur fyrst að Shrek hafi borðað prinsessuna, en svo virðist ekki vera. Asninn lofar að segja Shrek ekki frá þessum álögum því að prinsessan er orðin svoldið hrifin af Shrek, og það er gagnkvæmt. Greifinn mætir þeim á miðri leið og tekur prinsessuna og ætlar að giftast henni. Þegar athöfnin er þá breytist prinsessan í tröll og segist Shrek elska hana. Eins og allar aðrar Disney myndir þá endar þessi mynd vel.
-

Í myndinni eru mörg skemmtileg lög, eins og “Halleluja” og mörg önnur. Þetta er mjög skemmtileg mynd sem flestir hafa séð.

Gert af : <a href=“mailto:Hrannar@bjossi.is”>HrannarM</a>
Fyrir : Hugi.is/<a href="http://www.hugi.is/teiknimyndir">Teiknimyndir</ A>
Hrannar & Co.