The Lion King/Konungur Ljónana - 1994 Sæl veriði,

Þetta er mín fyrsta grein hingað inn á nýja áhugamálið Teiknimyndir. Ég sá grein eftir “skossi” og langaði mig allt í einu að skrifa grein um hina myndina sem ég horfði einatt á, ásamt Aladdín, þegar ég var yngri. Alltaf þegar ég dett inn í að horfa á Aladdín eða Konung ljónana þá líður mér undarlega vel, jafnvel á ögurstundum. Þið hafið örugglega öll séð myndina en vonandi líkar þér lesturinn samt. Ég skrifa um myndina með Íslenskum nöfnum og eftir minni, þannig ég gæti gleymt eitthverju.

Lion King - 1994

Leikstjórar : Roger Allers, Rob Minkoff
Handrit : Irene Mecchi, Jonathan Roberts o.fl.

-
Konungur Ljónana er teiknað meistaraverk sem segir frá ljónsunganum Simba allt frá fæðingu til dagsins sem hann verður konungur. Simbi fæðist í höll skógarins, eða í bæli föður síns Múfasa. Myndin er sneisafull af skemmtilegum lögum og fyndnum atriðum. Í byrjun myndar flykkjast öll dýrin í skóginum að klettinum þar sem Simbi er nýfæddur og á að skýra hann. Api einn, nefndur <a href="http://hugi.is/smasogur/greinar.php?grein_id=610 51“>Api3</a>, tekur Simba og heldur honum uppi fyrir öll dýrin, á meðan stynja þau og vekja upp kátínu hjá okkur hinum. Þá kemur, eins og allir kannast örugglega við, ”The Lion King“ merki og svo loks byrjar myndin.

Simbi er ungur og óreyndur ljónsungi sem á sér uppáhaldsvin, hana Njölu. Simbi og Njala leika sér allan daginn og á eftir þeim flýgur þjónn Múfasa, fuglinn hann Sazú. Frændi Simba og bróðir Múfasa, hann Skari, er vont ljón og girnist konungdæmi Múfasa meira en allt annað, og brýtur þ.a.l. 9. boðorðið. Með Skara eru þrjár híenur sem hjálpa honum við að reyna að ná konungdæminu. Reyndar eru miklu fleiri híenur, en þær koma ekkert við í sögunni. Einn örlagaríkann dag fer Simbi ásamt föður sínum að stað í skóginum þar sem þeir sjá antílópur og naut hlaupa. Þetta var allt planað hjá Skara, hann gaf híenunum merki um að hræða dýrin, því hann vildi Múfasa dauðann. Simbi fer óvart niður Múfasa kemur á eftir en dettur niður, og næstum deyr. Hann samt kemst upp en þar sem Skari og hendir honum niður, og segir ”Lengi lifi konungurinn!“ og Múfasa dettur niður og deyr. Á þessum punkti í sögunni fer Simbi niður þar sem faðir hans liggur og kallar á hann, en faðir hans, Múfasa, er því miður látinn. Simbi leggst hjá honum. Þarna vorkennir maður Simba, ég man allavega hvað ég varð sorgmædur þegar ég var lítill. Simbi heldur að hann hafi drepið Múfasa því að Skari setti þetta vel á svið. Skari segir Simba að fara út Ljósulendum og koma aldrei aftur. Simbi flýr burt.

Myndin hefst núna á allt öðrum stað og koma inn í söguna allt aðrar persónur. Tímon og Púmba, hver man ekki eftir þeim. Þegar ég rita þessi orð þá rennur eitt tár niður vanga minn. Tímon & Púmba taka Simba að sér og kenna honum að lifa í óbyggðunum, og m.a. að éta ógeðsleg skordýr. Eftir stuttan tíma verður Simbi fullorðinn og syngja þeir saman lagið. Einn dag, þegar Tímon og Púmba eru að veiða, kemur ljóninja að Púmba og ætlar að borða hann. Púmba nær að hlaupa til Simba sem fer í slag við ljóninjuna. Simbi áttar sig á því að þetta er Njala og kynnir sig. Njala trúir því ekki, en áttar sig fljótt. Njala segir honum frá öllu sem gerst hefur. Skari var orðinn konungur og allar ljóninjurnar látnar veiða allan daginn án matar. Algjört helvíti. Hún segir Simba að hann sé konungurinn en hann hlustar ekki á hana. Þau verða ástfanginn og loks fer Simbi aftur til Ljósulenda og endurheimtar ríki sitt. Allir verða glaðir og endar myndin á því að hann er orðinn konungur.

-

Hefur verið gert framhald Konungs Ljónana 1, og nefnist hún ”Stolt Simba“ og fjallar um dóttur Simba sem verður ástfanginn af villiljóninu Kófú. Ég býð spenntur eftir góðri grein um þá mynd, þó hún sé ekki jafn mikil snilld og þessi mynd.

Vonandi var þetta ágæt grein.

Gert af : <a href=”mailto:hrannar@bjossi.is“>HrannarM</a>
Fyrir : Hugi.is/<a href=”http://hugi.is/teiknimyndir">Teiknimyndir</a>
Hrannar & Co.