Sæl veriði og gott kveldið. Ég ætla að skrifa smá umsögn um þáttinn sem var fyrr í kvöld. Ég er reyndar búinn að bíða eftir þessari umsögn frá eitthverjum öðrum notanda, því þetta var mjög góður þáttur, en víst enginn taki það að sér þá geri ég það bara mér til gamans.

Þátturinn byrjaði þar sem Hómer sat í Forrest Gump fötum með konfektkassa á bekk, eins og Forrest, og sagðist vera að bíða eftir fjölskyldu sinni. Chief Wiggum kemur og sest hjá honum og Hómer fer að segja honum frá því þegar hann var ungur. Við fengum að sjá myndbrot úr mörgum mörgum þáttum í kveld. Í byrjunar atriðinu fengum við að sjá þegar Hómer var maganum á móður sinni og svo þegar Abe faðir hans var að lesa fyrir hann sögu og bullaði “Jack when up a hill and he came down and good night” og Hómer sagði “Is he the same as Jack Be Nimble, and Jack Frost, and Little Jack Horner?” og Abe svaraði bara til að segja eitthvað “Yes i belive so” og gefur honum svo svefnlyf. Þegar hann er búinn þá er C. Wiggum búinn með megnið af konfektinu og Lísa kemur og kallar á Hómer að þau séu með smá óvæntan glaðning handa honum. Hann talar eins og hann sé eitthvað þunglyndur mest allan þáttinn og segir í þessu atriði mjög þunglyndislega “Oh, the old family car, we've been throw a lot together” og þá kemur myndbrot afþví þegar hann er í New York og bíllinn hans er tjóðraður niður með stáldekki en samt heldur Hómer áfram að keyra. Við fengum líka myndbrot afþví þegar hann er að keyra með föru á hausnum og klessir ofan í skurð.


Þegar Hómer er kominn inn í bílinn þá setur Marge á hann band utan um augun og segir honum að hann megi ekki sjá hvert þau eru að fara, því það er óvænt. Þau koma loks inn í hús þar sem Krusty segir “Homer, do you recognise my voice?” og Hómer segir nafn á eitthverri konu sem ég man þvímiður ekki nafnið á að svo stöddu. Hómer kemst fljótt að því að hann er “The Man Of The Hour” og eru flestir Springfield-búar komnir til að fagna honum. Hann fær sér sæti og Krusty fer að tala við hópinn, hann kemur með nokkra lélega brandara (sem okkur fannst fyndnir, en fólkinu í salnum ekki) og svo eru sýnd nokkur myndbrot frá Hómer. Krusty fer svo en áður en hann gerir það þá tuðar hann eitthvað um að vera á undann feita teikniblaða dúddanum eitthvert. Bart og Lísa taka til máls og fara að tala um Hómer, sýnd eru nokkur myndbrot líka þá og mjög mörg alveg sprenghlægileg.


C.M.Burns tekur þá við og segir Hómer ekkert annað en heimskann mann sem gæti verið búinn að drepa alla í Springfield ef Mr.Burns hefði ekki bjargað þeim. Allir héldu að hann hafi verið að grínast, en svo var ekki. Núna koma Agnes Skinner og Abe Simpsons og þá kemur nefnilega algjört snilldar atriði. Hún kemur í svona dræsulegum kjól og Abe segir “Agnes, hvað er það sem heldur þessum kjól uppi?” og þá segir einn fyndinn áhorfandi “Sameinaður vilji okkar allra!”. Ég gjörsamlega sprakk út hlátri og þá segir hún “ahh..þessir hommar hérna inni vita ekki einu sinni hvað þeir ættu að gera við mig..”. Eftir þetta koma geimverurnar tvær Kang og Kodos og vilja handsama Hómer því hann er þessi venjulegi Ameríski karlmaður. Þeir fara inn í heila hans og finna ýmis myndbönd. Síðan segir Lísa eitthvað sambandi við hvað Maggie hugsi, og þeir prufa hana og finna þar að hún hugsar ekki um neitt annað en frægt fólk og <a href="http://www.hugi.is/popp">poppstj&ouml;rnur </a> [bobobjorn]. Þeir fara svo á eitthver verðlaun, þ.e.a.s. Kang og Kodos, og svo kemur þetta snilldar lag í endan og þá er þátturinn búinn.

Gert af : <a href=“mailto:Hrannar@bjossi.is”>HrannarM</a>
Fyrir : Hugi.is/<a href="http://www.hugi.is/simpsons">Simpsons</a>
Hran nar & Co.