Sæl veriði,

Ég ætla að skrifa aðra grein og í þetta skiptið um bareigandann <b>Moe</B>, <b>feita teikniblaða karlinn</B>, og vesalinginn <b>Gil</B>. Vonandi verður þetta ritverk skemmtilegur lestur, njóttu vel.

<b>Moe Szyslak</B> er eigandi kráarinnar “Moe´s” sem Hómer stundar ávallt. Hann er klæddur í gráar buxur, ljósbláa skyrtu, blátt bindi og með bláa svuntu. Moe sérhæfir sig í Duff bjór, sem er uppáhalds bjór Hómers. Moe er mjög nískur karakter og hefur greinilega verið hugsaður þannig, nískur og tækifærissinni. Hann t.d. lánar engum fyrir bjór, á aldrei pening og nýtir hvert tækifæri sem hann fær. Hann kom fram í einum þættinum sem eitthverskonar læknir, þá tók hann lit og tróð upp í nefið á Hómer, þátturinn þegar Hómer verður gáfaður. Það má eiginlega segja að Moe hafi komið fram í öðrum hverjum þætti, því hann er mjög tíður gestur þáttana. Eitt sinn, þegar allir vildu fara á fjölskyldustaði, (Þátturinn “Bart Sells his soul”) þá tekur Moe upp á því að breyta “Moe´s” í “Uncle Moe's Family Feedbag” sem var hugsaður sem fjölskyldu-matstaður á, svona eins og Hard Rock :)
Þið sem hafið séð þann þátt vitið kannski að það fór út um þúfur þegar hann missti sig yfir smástelpu sem sagði gosið of kalt. Moe hefur farið í lýtaaðgerð og breytti sér í mjög fallegan mann. Margur maðurinn segir Szyslak vera ítalskt ættarnafn, aðrir segja það vera pólskt og jafnvel sumir segja það var rússneskt. Ég tel það hinsvegar vera ítalskt, því að Moe segir í nokkrum þáttum “Mamma Mía”. Moe er sjálfsagt ekkert á förum, allavega ekki í bráð.


<b>Fat comic book guy</B> eða <b>feiti teikniblaða karlinn</B> er snilld. Ekki veit ég hvernig snillingunum datt þetta í hug, en er þetta örugglega komið frá æsku eitthvers þeirra. Þessi maður, hvernig hann talar, hagar sér og útgangurinn á honum. Fær mig alltaf til að hlægja og slá á bumbu. Ég man sérstaklega eftir atriðinu þegar labbar út úr kvikmyndasalnum eftir að hafa horft á myndina sem Hómer hjálpaði Mel Gibson að klippa og betrum bæta og sagði “Worst ending EVER!” með sínum skemmtilega hreim. En svona í fljótu bragði þá man ég eftir þegar Bart seldi sálu sína, þá bíður Bart til morguns eftir að hann opni því að Milhouse hafði selt honum sálu Barts fyrir Alf pox. Hank Azaria talar fyrir hann og gerir það vel, ég bara elska þessa rödd og þennan hreim. Fattí er hreinn sveinn en hefur samt átt ástkonu, mömmu Skinners. Hann fékk hjartáfall einu sinni og lét Bart og Milhouse sjá um búðina fyrir sig. Það endaði auðvitað með látum. Ekkert fleira í bili, nema eitt, hann er með tagl :)


<b>Gil</B> kemur ekki oft fram, en þegar hann kemur fram þá er hann fyndinn. Hann kemur alltaf fram sem þessi fátæki karl. Til dæmis þegar Lísa svindlar á prófi og “Springfield Elementary” fær styrk. Þá segir Skinner Lísu að ef hún segi öllum að hún hafi svindlað þá fá þau ekki styrkinn og þ.a.l. ekki pening fyrir tölvum o.fl. og Gil segir “Please orded alot of computers, please, the wolf is at old Gil´s door” og meinar að hann þurfi þennann pening. Í einum þættinum þá slær Hómer hann með hanskanum og skorar hann á einvígi, auðvitað bakkar Gil út úr því. Hann hefur unnið sem sölumaður hjá mörgum fyrirtækjum og hjá skattinum. Hann vann líka einu sinni sem skúringarmaður í Kwik-E-Mart. Því miður þá er ekki margt fleira hægt að segja um hann Gil.


Vonandi hafðir þú gaman af, ég reyndi að gera þetta eins áhugavert og hægt var en auðvitað gleymdi ég eitthverju. Endilega segðu frá ef ég gleymdi eitthverju.

Kv,
<b>HrannarM</B>.