Í dag kemur upp ný sjónvarpstöð sem ber nafnið “Stöð3” og er á vegum Norðurljósa. Þessi stöð sérhæfir sig í grín þáttum og bíómyndum. The Simpsons verður oft að sjá þarna og verður vér að fagna því. Simpsons verða samt líka á Stöð2, en þetta er gott tækifæri fyrir þá sem eiga fáa sem enga þætti að taka upp eða horfa á gömlu þættina sem og nýju. Stöð3 byrjar á að sýna þáttinn “Some Enchanted Evening” sem er mjög góður en ætla ég ekki að skrifa um hann hér, leyfa ykkur fyrst að horfa á hann. Stöð3 kemur með marga af mínum uppáhaldsjónvarpsþáttum og er ég mjög ánægður með það. Þar ber hæst að nefna : Handlaginn Heimilisfaðir <- Sem stöð2 hættu að sýna fyrir nokkrum árum, Seinfeld og Friends, sem landsmenn ættu nú að þekkja. Ég vildi senda þetta inn og um leið spyrja þig hvað þér finnst um þessa rás og allt sem tengist henni.

Kv,
Hrannar Emm.