Áhugi minn á Southpark Mér datt í hug að skrifa þessa grein þegar Birkir (Hundaskítur) skrifaði samskonar grein.

Ég veit ekki hvenær ég byrjaði að horfa á Southpark en ég held það var eitthvað í kringum þegar ég var 9 eða 10 ára. Ég fylgist svona af og til með Southpark en oftast þá horfi eiginlega ekki á það, það er út af ég er alltaf að leika við vini mína og ég veit ekki hvenær það er sýnt. Ég horfi bara á það þegar ég sé að það er í sjónvarpinu.

Uppáhalds kallinn í Southpark er örugglega Cartman og allir vinir hans og líka Kokksi. Mér finnst þeir einfaldlega fyndnustu og skemmtilegu persónurnar út af ég fíla þeirra húmor.

Svo er það bíomyndin sem er algjör snilld að mínu mati. Ég hef séð hana svona 4 sinnum en ég fæ aldrei leið á Southpark húmorinum og ég vona að það komi önnur mynd og kannski önnur á eftir henni.

Kveðja Páll