ÉG var að enda við að horfa á þáttinn The Great Louise Detective. Þetta er hinn besti simpson þáttur og er sagan svona: Óþekktur maður reynir að drepa Homer í gufubaði. Til allra hamingju kemur Krusty the clown og nær að bjarga Homer. Enginn veit hver reyndi að drepa Homer og ákveður lögreglan þá að fá glæpamann til að hjálpa þeim við rannsóknina.´Þau fá engann annan en Sideshow Bob, en hann er nú þekktur fyrir að reyna að drepa Bart Simspon. Eins vitlaus og Homer er, býður hann sidehsow Bob að gista hjá fjölskyldunni. Til að vera viss um að Bob reyni ekki að gera neitt við Bart, láta þau á hann svona lítið tæki sem gefur frá sér rafmagnsstuð er einhver ýtir á takkann á sérstakri fjarstýringu (endalaust fyndið). Bob reynir að finna hver reyndi að drepa Homer á meðan hann reynir líka ða ná fjarstýringunni úr höndum Barts. Þau reyna margt til að fá morðingjann úr felum en ekkert virkar. Ekki bætir það úr þegar Homer er valinn af morðingjanum að vera kóngur á næstu kjötveislunni, og neitar Homer að trúa því að morðingjinn hafi verið sá eini sem kaus hann. Þegar að kjötveislunni kemur þarf Homer að sitja á stærsta flotanum í skrúðgöngu. Það sem mér finnst best við þennan þátt er þegar þeir ná morðingjanum. En það er mjög sniðugt, það gerist þannig að morðingjinn er SONUR manns, sem Homer vann með í fyrstu seríu. Maðurinn sem vann með Homer drap sjálfann sig af slysni útaf Homer og er þetta svona hefnd hjá manninum, en hann hér Frank Grimes Jr.


Þá er þessi grein búinn…
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.