Mig langar til að segja frá tveimur atriðum sem að mér fannst alveg sjúklega fyndin.

Fyrra atriðið er þannig að Lisa kemst að því að hún er skotin í Nelson Munts. Hana langar til að koma skilaboðum til hans um að hún sé skotin í honum, en veit ekki hvernig hún á að koma þeim til skila. Hún biður Milhouse um að láta Nelson hafa miða sem stendur á: “Guess who likes you”.
Milhouse lætur Nelson fá miðann, og Nelson les hann.
Svo í næsta atriði þá kemur sjúkrabíll að sækja Milhouse sem er allur útbarinn. Mjög fyndið.


Seinna atriðið er í öðrum þætti, sem er nú ekki hægt að kalla atriði, því að þetta er eiginlega bara heill þáttur sem ég ætla að segja frá.
Hann er þannig að það kemur maður að meta hversu góður agi er í grunnskólanum í Springfield. Og hann er að meta það og er búinn að labba í gegnum allan skólann, og kemst að þeirri niðustöðu að það sé góður agi í þessum skóla, en þegar hann ætlar að fara, þá dettur hundurinn hans Bart niður úr loftræstikerfinu ásamt húsverðinum sem var búinn að vera að elta hundinn í gegnum loftræstikerfið. Þá skiptir matsmaðurinn um skoðun og rekur skólastjórann. Hann ræður svo Ned Flanders í starfið, sem var náttúrulega algerlega fáránlegt. En hann entist nú ekki lengi í þessu starfi því að hann leyfði allt sem beðið var um, og þá fékk gamli skólastjórinn aftur starfið.

Mig langaði bara að segja frá þessu hérna.
Kannski að maður fái líka einhver stig fyrir þetta.
Hver veit? ;)