Hvernig kveiknaði áhugi minn á The Simpsons? Komdu sæll lesandi góður. Ég er nýbakaður stjórnandi hér á Simpsons og tel ég það kjörið að skrifa grein um hvernig áhugi minn á Simpsons vaknaði. Þetta byrjar allt í kringum árin 1995-1996.

RÚV einnig þekkt sem Stöð1 í daglegu samtali sýndi þætti á eftir Hemma Gunn Laugardagskvöldum sem bróðir minn og öll fjölskylda mín horfðu á. Þarna var ég einungis 7-8. ára en hafði samt gaman að. Þættirnir sem rætt er um var The Simpsons. Mér fannst alltaf lang skemmtilegast þegar lagið kom í byrjun en einnig fannst mér litirnir á “köllunum” vera flottir. Bróðir minn sem er tvítgur í dag var alltaf mikið fyrir Simpsons og einhvern tíman þegar ég var 9-10. ára þá uppgötaði ég nokkrar spólur sem á stóðu : SIMPSONS 1,2,3,4,5 og fór ég að skoða. Þetta voru tuga upptökur af þáttum,flestir þættirnir sem höfðu verið sýndir á RÚV í nokkur ár á 12 spólum. Alltaf þegar ég var veikur horfði ég á þetta,eftir skóla í götum,ALLTAF!
Þegar ég var orðinn 13.ára kunni ég þetta allt utan af,og kann enn í dag. Ég get talað reiprennandi inná flesta þættina og hef gaman af. En þegar ég var u.þ.b 13.ára keypti Stöð2 þættina og hóf sýningu. Þeir þættir voru glænýjir og alveg jafn skemmtilegir. Ég tók þá alla upp og á enn.

Ég vill þakka þér fyrir lesturinn og vonandi getum við gert þetta áhugamál aktívt. Ég vill varpa einnig spurningu fyrir múginn og vill ég fá svar : HVAR VÆRUM VIÐ EF EKKI VÆRI FYRIR SIMPSONS!

Kveðja ykkar einlægi stjórnandi,
HrannarM.