Já loksins loksins! Þar sem að Simpsons aðdáendur á Íslandi hafa þurft að bíða í limbói árum saman þá er þetta kærkomin frétt. Ég vil samt koma einni skoðun minni á framfæri:
Er það bara ég eða hefur einhver annar tekið eftir því að tvær síðastliðnar Simpson seríur sem voru sýndar hér á landi voru einfaldlega ekki það góðar. Síðan 1997 serían var sýnd hér á landi hafa ekki komið heilsteyptar seríur og æ fleiri þættir virðast alltaf enda á því að Hómer er öskrandi af einhverjum sársauka, og öskrar svo frammí stafina og Fox merkið í lokin.
Auðvitað eru persónurnar í Simpson orðnar svo stór hluti af uppeldi manns, æsku og tilveru - að það er erfitt að gera e-ð annað en að elska þær… En sannleikurinn er engu að síður sá að brandararnir eru ekki jafn beittir og áður og það er miklu lengra á milli góðra þátta en áður var. E.t.v. hefur það eitthvað að gera með að handritshöfundar Simpson hafa verið að yngjast og langt um liðið síðan komu þættir frá helstu höfundum gömlu þáttana, þeim Jon Vitti og Jennifer Crittenden. Ég verð líka að setja áherslu á þá staðreynd að Phil Hartman (Lionel Hutz attourney at law, Troy McClure og margir fleiri) lést fyrir allnokkru og það hafa svo sannarlega orðið sjónar-eða-heyrnarsviptir af honum.