Þáttadómar yfir Þátt 1 - 4 í 7. seríu Jæja… Nú hef ég ekkert að gera, og ætla því að skrifa það sem allir hafa beðið eftir…
Dóm á 4 nýjustu þáttunum í 7. seríu!

Hingaðtil hefur þessi sería verið mjög góð, og ég er alveg á því að þættirnir séu alltaf að verða betri.

_______

701 - I'm A Little Bit Country
Þessi þáttur ber ekkert af, en hann er fínn. Umræðuefnið er Íraksstríðið, og það mætti segja að þetta sé frekar skrítið sjónarhorn á þann “atburð” Hann var þó mjög fyndinn á köflum, sérstaklega þegar Cartman era ð reyna að fá “flashback”
Dómur: Meðal þáttur…
Stjörnur: ** ½

_______

702 - Krazy Kripples
Jimmy er heldur óánægður er Christofer Reeve (held að það sé skrifað svona) tekur alla athygli frá “comedy Show”inu hans. Hann og Timmy eru aðalleikarar í þessum þætti, en Kyle, Cartman, Stan og Kenny koma lítið inní hann.
Dómur: Mjög góður þáttur.
Stjörnur: ***

_______

703 - Toilet Paper
Í þessum þætti “toilet paper”-a þeir hús kennara. Ekkert sérstakur þáttur. Eins og allir þættir er hann mjög fyndin á köflum, en þessi ber alls ekki af, og er rétt undir meðallagi.
Dómur: lala (f. utan atriðin á bátnum 
Stjörnur: ** ¾

_______

704 – Cancelled
Snilldar hugmynd bakvið þennan þátt. Geimverur koma mikið við sögu, ásamt endaþarmi Cartmans. Þátturinn er mjög sérstakur……
Dómur: Meira skemmtilegur en fyndinn…
Stjörnur: ***

Jæja… Stei Tjúned…