Þessi þáttur var á Popp Tíví rétt áðan og ætla ég að fjalla um hann. Ef einhver hefur ekki séð þennan þátt, hættu að lesa NÚNA (nema þú náttúrulega viljir vita söguþráðinn)Í þessum þætti segja Stan, Kyle og Cartman honum Butters að hann geti ekki komið í staðinn fyrir Kenny sem vinur þeirra. Butters tekur þessu frekar illa og ákveður að leggja líf allra í rúst og verður að vonda kallinum Proffessor Chaos.
Á meðan þessu stendur þá eru Stan, Kyle og Cartman að halda keppni sem er mjög keimlík Bachelor/ette raunveruleikaþáttunum (augljóslega verið að gagnrýna það) það er meira að segja gefin rós til þeirra sem komast áfram!!!!!!Hehe
Butters finnur upp á virkilega “evil” áætlanir til að rústa lífum fólks og t.d. þá ruglaði hann súpupöntunum í veitingarstað og stal töfluþurrku úr kennslustofunni.
Mér fannst þessi þáttur vera í fínasta lagi og þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem þeir segja “fuck” í þáttunum (allavega miðað við það sem ég hef verið að fylgjast með). Hins vegar þá fannst mér vanta þetta sem var alltaf í endanum á þáttunum, en þá var boðskapur þáttarins alltaf sagður.
Ps. Ekki svara of harkalega, þetta er fyrsta umfjöllunin sem ég sendi á Southpark og ég er ekki reyndu í þáttaumfjöllunum.