Ég hef tekið eftir því að sumir hafa sagt að þegar þeir voru yngri þá hefði Bart verið uppáhalds persónan þeirra í Simpson því að maður ætti sumt sameiginlegt með honum. Svo þegar maður eldist var hann ekki lengur skemmtilegur því Bart varð aldrei eldri og breytist ekkert, þá hefði maður byrjað að dýrka Hómer.
Auðvitað byrjar maður að dýrka Hómer því hann er fyndinn, heimskur, sköllóttur fyrir utan þessi 4 hár sem hann er með á hausnum og maður skilur þá líka brandarana fyrst þá, en þegar maður var yngri fannst maður Bart cool og vildi vera eins og hann því hann var alltaf að gera eitthvað afsér og kunni að renna sér vel á hjólabretti ef maður nefnir nokkur dæmi.
Svo líka það að margir fynnist Lísa leiðinleg og segja að þættirnir væru betri ef hún væri ekki að koma inn í með leiðinlegar uppástungur og tilfynninganæmar ræður í miðjum þættinum, ég vill bara segja að það sé rugl, ef Lísa væri ekki þá væri Simpson ekki skemmtilegt, það þarf að hafa einhvern leiðinlegan en samt gáfaðan fjölskyldumeðlim þegar gert er svona þætti,næst þegar þið horfið á Lísu þátt þá takið þið þá eftir því að Bart og Hómer eru ALLTAf mjög góðir saman í þeim þáttum. Til dæmis í Little Big Mom þættinum.

Ég vona að þetta makei eitthvað sence hjá mér. :-)

Sæþór T.