Fyrir þá sem eiga eitthverja Simpsons seríu á dvd þá get ég kætt ykkur. Þið vissuð kannski af aukaefninu á diskunum en vissuð ekki að það væri meira en þið hélduð.
Það er nefninlega glás af leyniaukaefni í pottinum.
Byrjum á seríu 1.

Sería 1

Skellið inn disk 3. Farið í Special Features og í next. Þá ætti Tacey Ullman short að vera “highlight-aður”. Klikkið með örvahnappinum til vinstri og þá ætti bolurinn sem Bart er í að skipta um lit. Þið ýtið á play og stutt myndskeið um Bart og skólakerfið í klandri ætti að hefjast.

Skellið aftur inn disk 3. Farið í Special Features og í next. Ýtið niður þar til að Art of the Simpsons er “highlight-aður”. Klikkið þá til vinstri með örvahnappinum og blaðið sem Bart heldur á ætti að breyta lit. Ýtið á play og allskonar forsíður af blöðum með þessari frægu fjölskyldu ættu að birtast.

Sería 2

Skellið inn disk 3. Farið í þáttinn “old money”. Þegar Menu-ið fyrir þann þátt kemur “highlight-ið” þá Abe Simpson's fez og ýtið á play. Þá ættuð þið að sjá teiknarann Wes Archer teikna Abe.

Skellið inn disk 1. Farið í þátt fjögur “Two cars in every garage, Three eyes n every fish” og farið í language. Þar skuluð þið fara í “french Doly Surround” en ekki velja það. Klikkið með örvarhnappinum til hægri svo að Blinky verður grænn. Ýtið á play og horfið á Blinky þakka Davið Silverman fyrir teikningar.

Skellið inn disk 3. Farið í þáttinn “Bart's Dog Gets an F” og veljið language. Ýtið upp með örvahnappnum og svo tvisvar til hægri. SLP's bib ætti að vera “highlight-aður”. Ýtið á play og voila!

Skellið inn disk 3. Veljið “Brush with Greatness”. Veljið þaðan language. Í language menu-inu skuluð þið ýta til hægri með örvahnappinum þannig að rammi ætti að vera “highlight-aður” ýtið á play og voila aftur!

Skellið nú inn disk 4. Veljið “Three Men and a Comic Book”. Farið þaðan í language. Ýtið tvisvar niður og svo til hægri með örvahnöppunum þannig að peningurinn verði “highlight-aður”. Ýtið síðan á play.

Skellið inn disk 4. Veljið “Blood Feud” of farið þaðan í language selection. Ýtið tvisvar niður og svo til hægri með örvahnöppunum þannig að einhver augu ættu að vera “highlight-uð” og ýtið á play.

Þá er það komið. Ég veit ekki hvort þessi “egg” virki á seríu 2 en þau virka á seríu 1 því ég sjálfur hef gáð. Reynið bara að fylgja leiðbeiningum og ef ekkert virkar á seríu 2 þá er þetta bara eitthvað sem er bara hægt í BNA.


Því miður eru engin egg á Treehouse of horror.